Elsta risamót golfsins fer ekki fram í ár: Opna breska flautað af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 14:27 Shane Lowry vann opna breska meistaramótið í fyrra og verður nú ríkjandi meistari í tvö ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Opna breska meistaramótið í golfi fer ekki fram á árinu 2020 því það hefur verið flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Opna breska er elsta risamótið og átti að fara fram í júlí næstkomandi á Royal St George golfklúbbnum í Kent. Hann mun nú hýsa mótið árið 2021. „Við könnuðum möguleikana á því að halda „The Open“ seinna á þessu ári en að er ekki mögulegt,“ sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri R&A. This year's Open Championship cancelled due to coronavrius outbreak https://t.co/BtAiZpJ814— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2020 Opna breska meistaramótið er nú eina risamótið á árinu sem hefur verið flautað af en tveimur af hinum þremur risamótunum hefur bara verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem opna breska meistaramótið fer ekki fram síðan í seinni heimsstyrjöldinni á árunum 1940 til 1945. The Open 2020 cancelled as a result of coronavirus pandemic https://t.co/EGQ9ts6cZc— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2020 Mastersmótið átti að fara fram í apríl og PGA meistaramótið átti að fara fram í maí. Þeim var báðum frestað. Fjórða risamótið, opna bandaríska mótið er enn sett á upphaflegan tíma sem er frá 18. til 21. júní. 149. opna breska meistaramótið fer því fram 2021 en ekki 2020 sem um leið þýðir að 150. meistaramótið fer nú fram á St. Andrews vellinum sumarið 2022. Opna breska meistaramótið fór fyrst fram árið 1860 og er því elsta risamótið í golfi. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi fer ekki fram á árinu 2020 því það hefur verið flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Opna breska er elsta risamótið og átti að fara fram í júlí næstkomandi á Royal St George golfklúbbnum í Kent. Hann mun nú hýsa mótið árið 2021. „Við könnuðum möguleikana á því að halda „The Open“ seinna á þessu ári en að er ekki mögulegt,“ sagði Martin Slumbers, framkvæmdastjóri R&A. This year's Open Championship cancelled due to coronavrius outbreak https://t.co/BtAiZpJ814— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2020 Opna breska meistaramótið er nú eina risamótið á árinu sem hefur verið flautað af en tveimur af hinum þremur risamótunum hefur bara verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem opna breska meistaramótið fer ekki fram síðan í seinni heimsstyrjöldinni á árunum 1940 til 1945. The Open 2020 cancelled as a result of coronavirus pandemic https://t.co/EGQ9ts6cZc— Guardian sport (@guardian_sport) April 6, 2020 Mastersmótið átti að fara fram í apríl og PGA meistaramótið átti að fara fram í maí. Þeim var báðum frestað. Fjórða risamótið, opna bandaríska mótið er enn sett á upphaflegan tíma sem er frá 18. til 21. júní. 149. opna breska meistaramótið fer því fram 2021 en ekki 2020 sem um leið þýðir að 150. meistaramótið fer nú fram á St. Andrews vellinum sumarið 2022. Opna breska meistaramótið fór fyrst fram árið 1860 og er því elsta risamótið í golfi.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira