Hörður þreyttur á ónafngreindum heimildarmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2020 12:26 Hörður Arnarson flytur ræðu á aðalfundi Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skýtur fast á heimildarmenn Morgunblaðsins vegna frétta af hugleiðingum Rio Tinto þess efnis að fyrirtækið íhugi að loka álverinu í Straumsvík og stefna Landsvirkjun. Morgunblaðið greindi frá því í morgun og vísaði í heimildarmenn sína að Rio Tinto leitaði allra leiða til að stemma stigu við taprekstri og væri að undirbúa málaferli gegn Landsvirkjun með það fyrir augum að losna undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir. Landsvirkjun og Rio Tinto eiga í viðræðum um þá kröfu Rio Tinto að raforkusamningur vegna álversins verði endurskoðaður. Landsvirkjun hefur óskað eftir því að trúnaði verði létt af samningnum við Rio Tinto til að tryggja gagnsæi í viðræðum en Rio Tinto hafi ekki orðið við því. Fullyrðingar sem aldrei hafi heyrst í viðræðum „Í Morgunblaðinu í dag fara ónafngreindir heimildarmenn blaðsins fram með fullyrðingar sem aldrei hafa komið fram í viðræðum fyrirtækjanna – og fulltrúar Rio Tinto í þeim viðræðum geta staðfest - þ.e. að Rio Tinto íhugi nú að leggja niður starfsemi í Straumsvík í tvö ár og sé jafnframt að íhuga málaferli gegn Landvirkjun, til að fá raforkusamningi hnekkt,“ segir Hörður. Þá sé því jafnframt haldið fram, að nýundirritaðir kjarasamningar Rio Tinto við starfsmenn séu háðir því skilyrði að nýir raforkusamningar náist fyrir júnílok. „Það sætir auðvitað furðu, ef rétt er, að alþjóðlega risafyrirtækið Rio Tinto hafi skilyrt kjarasamninga við starfsmenn sína á Íslandi aðgerðum fyrirtækis í eigu íslensku þjóðarinnar, sem hefur ekkert með þá kjarasamninga að gera.“ Hörður segir heimildarmönnum Morgunblaðsins tíðrætt um erfiða afkomu Rio Tinto. Minnir á arðgreiðslur „Það blasir auðvitað við að staða fyrirtækja almennt er ákaflega erfið um þessar mundir. Í fréttum af erfiðleikum Rio Tinto og taprekstri undanfarinna ára í Straumsvík er því hins vegar sjaldan haldið á lofti að álverið hér greiddi móðurfélagi sínu 130 milljónir dollara í arð árið 2017. Á þeim tíma var sú arðgreiðsla hærri en samanlagðar skattgreiðslur og allur arður Landsvirkjunar frá upphafi til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar.“ 130 milljónir dollara svara til um átján milljarða íslenskra króna í dag. Frumlegasta fullyrðing heimildarmanna Morgunblaðsins sé hins vegar sú, að álverið í Straumsvík ætli í mál þar sem orkan til álversins sé ekki frá vatnsaflsvirkjunum, eins og um hafi verið samið. „Samkvæmt raforkureikningum sé orkan í raun frá kola- og kjarnorkuverum og því um vörusvik að ræða gagnvart Rio Tinto. Þarna beita heimildarmennirnir því ómerkilega bragði að ýta undir algengan misskilning um eðli svokallaðra upprunavottorða, sem Landsvirkjun selur og skapa fyrirtækinu og þar með íslensku þjóðinni auknar tekjur af auðlind sinni.“ Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skýtur fast á heimildarmenn Morgunblaðsins vegna frétta af hugleiðingum Rio Tinto þess efnis að fyrirtækið íhugi að loka álverinu í Straumsvík og stefna Landsvirkjun. Morgunblaðið greindi frá því í morgun og vísaði í heimildarmenn sína að Rio Tinto leitaði allra leiða til að stemma stigu við taprekstri og væri að undirbúa málaferli gegn Landsvirkjun með það fyrir augum að losna undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir. Landsvirkjun og Rio Tinto eiga í viðræðum um þá kröfu Rio Tinto að raforkusamningur vegna álversins verði endurskoðaður. Landsvirkjun hefur óskað eftir því að trúnaði verði létt af samningnum við Rio Tinto til að tryggja gagnsæi í viðræðum en Rio Tinto hafi ekki orðið við því. Fullyrðingar sem aldrei hafi heyrst í viðræðum „Í Morgunblaðinu í dag fara ónafngreindir heimildarmenn blaðsins fram með fullyrðingar sem aldrei hafa komið fram í viðræðum fyrirtækjanna – og fulltrúar Rio Tinto í þeim viðræðum geta staðfest - þ.e. að Rio Tinto íhugi nú að leggja niður starfsemi í Straumsvík í tvö ár og sé jafnframt að íhuga málaferli gegn Landvirkjun, til að fá raforkusamningi hnekkt,“ segir Hörður. Þá sé því jafnframt haldið fram, að nýundirritaðir kjarasamningar Rio Tinto við starfsmenn séu háðir því skilyrði að nýir raforkusamningar náist fyrir júnílok. „Það sætir auðvitað furðu, ef rétt er, að alþjóðlega risafyrirtækið Rio Tinto hafi skilyrt kjarasamninga við starfsmenn sína á Íslandi aðgerðum fyrirtækis í eigu íslensku þjóðarinnar, sem hefur ekkert með þá kjarasamninga að gera.“ Hörður segir heimildarmönnum Morgunblaðsins tíðrætt um erfiða afkomu Rio Tinto. Minnir á arðgreiðslur „Það blasir auðvitað við að staða fyrirtækja almennt er ákaflega erfið um þessar mundir. Í fréttum af erfiðleikum Rio Tinto og taprekstri undanfarinna ára í Straumsvík er því hins vegar sjaldan haldið á lofti að álverið hér greiddi móðurfélagi sínu 130 milljónir dollara í arð árið 2017. Á þeim tíma var sú arðgreiðsla hærri en samanlagðar skattgreiðslur og allur arður Landsvirkjunar frá upphafi til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar.“ 130 milljónir dollara svara til um átján milljarða íslenskra króna í dag. Frumlegasta fullyrðing heimildarmanna Morgunblaðsins sé hins vegar sú, að álverið í Straumsvík ætli í mál þar sem orkan til álversins sé ekki frá vatnsaflsvirkjunum, eins og um hafi verið samið. „Samkvæmt raforkureikningum sé orkan í raun frá kola- og kjarnorkuverum og því um vörusvik að ræða gagnvart Rio Tinto. Þarna beita heimildarmennirnir því ómerkilega bragði að ýta undir algengan misskilning um eðli svokallaðra upprunavottorða, sem Landsvirkjun selur og skapa fyrirtækinu og þar með íslensku þjóðinni auknar tekjur af auðlind sinni.“
Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira