Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 09:00 Hermann Hreiðarsson horfir á eftir boltanum fara í vitlaust mark. Getty/Neal Simpson Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sjálfsmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Fyrsta sjálfsmarkið hjá íslenskum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni skoraði Hermann Hreiðarsson og það leit dagsins ljós 4. október 1997. Fyrstur til að „skora“ á Old Trafford Sjálfsmarkið skoraði hann í leik Manchester United og Crystal Palace á Old Trafford. Hann varð bæði fyrsti Íslendingurinn til að „skora“ á Old Trafford og til að „skora“ fyrir Manchester United. Hermann Hreiðarsson var þarna á sínu fyrsta og eina tímabili Crystal Palace en hann hafði byrjað 1997 sem leikmaður ÍBV og farið til Englands á miðju tímabili á Íslandi. Hermann Hreiðarsson var á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til Crystal Palace frá ÍBV fyrr um sumarið.Getty/Neal Simpson Hermann var á bekknum og kom ekkert við sögu í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en kom inn á sem varamaður undir lok leiks í 5. umferð og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á móti Wimbledon 20. september 1997. Crystal Palace vann þar 1-0 sigur og Hermann hélt sæti sínu. Búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu Þegar kom að leiknum á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford 4. október 1997 þá var Hermann búinn að vera í byrjunarliðinu í þremur leikjum í röð. Manchester United komst í 1-0 á 17. mínútu með marki Teddy Sheringham og á 30. mínútu varð Hermanni fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. David Beckham fékk boltann út á hægri kanti og nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Hann átti sendingu inn á markteig og þar var Hermann einn og yfirgefinn en enginn sóknarmaður Manchester United nálægur. Hermann ruglaðist hins vegar í ríminu og rendi sér í boltann sem fór af honum óverjandi í bláhornið. Kevin Miller í marki Crystal Palace átti enga möguleika á að verja skotið eins og sjá má hér fyrir neðan. Beckham lagði því upp markið en fékk þó ekki skráða stoðsendingu því enska úrvalsdeildin skráir ekki stoðsendingu fyrir sjálfsmörk. Hermann Hreiðarsson kláraði leikinn og Manchester United liðinu tókst ekki að bæta við mörkum síðasta klukkutíma leiksins. Næsti leikur Hermanns var á Íslandi Hermann hélt líka sæti sínu í byrjunarliði Crystal Palace og í næsta leik á eftir náði liðið markalausu jafntefli á móti verðandi Englandsmeisturum Arsenal. Í millitíðinni fór Hermann hins vegar til Íslands og spilaði allan tímann í vinstri bakverðinum þegar íslenska landsliðið vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvellinum. Hermann Hreiðarsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa skorað sjálfsmarkið.Skjámynd/Youtube Hermann skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Crystal Palace, það er í rétt mark, þremur vikum eftir leikinn á Old Trafford þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Sheffield Wednesday á Hillsborough. Hermann kom þá Palace í 1-0 á 27. mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace urðu að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni um vorið og Hermann var síðan seldur til C-deildarliðs Brentford í september 1998. Rúmu ári síðan var Wimbledon búið að kaupa hann og Hermann því aftur kominn í ensku úrvalsdeildina þar sem spilaði síðan meira eða minna frá 1999 til 2010 fyrir utan eitt tímabil með Ipswich Town í b-deildinni. Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sjálfsmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Fyrsta sjálfsmarkið hjá íslenskum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni skoraði Hermann Hreiðarsson og það leit dagsins ljós 4. október 1997. Fyrstur til að „skora“ á Old Trafford Sjálfsmarkið skoraði hann í leik Manchester United og Crystal Palace á Old Trafford. Hann varð bæði fyrsti Íslendingurinn til að „skora“ á Old Trafford og til að „skora“ fyrir Manchester United. Hermann Hreiðarsson var þarna á sínu fyrsta og eina tímabili Crystal Palace en hann hafði byrjað 1997 sem leikmaður ÍBV og farið til Englands á miðju tímabili á Íslandi. Hermann Hreiðarsson var á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til Crystal Palace frá ÍBV fyrr um sumarið.Getty/Neal Simpson Hermann var á bekknum og kom ekkert við sögu í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en kom inn á sem varamaður undir lok leiks í 5. umferð og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á móti Wimbledon 20. september 1997. Crystal Palace vann þar 1-0 sigur og Hermann hélt sæti sínu. Búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu Þegar kom að leiknum á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford 4. október 1997 þá var Hermann búinn að vera í byrjunarliðinu í þremur leikjum í röð. Manchester United komst í 1-0 á 17. mínútu með marki Teddy Sheringham og á 30. mínútu varð Hermanni fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. David Beckham fékk boltann út á hægri kanti og nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Hann átti sendingu inn á markteig og þar var Hermann einn og yfirgefinn en enginn sóknarmaður Manchester United nálægur. Hermann ruglaðist hins vegar í ríminu og rendi sér í boltann sem fór af honum óverjandi í bláhornið. Kevin Miller í marki Crystal Palace átti enga möguleika á að verja skotið eins og sjá má hér fyrir neðan. Beckham lagði því upp markið en fékk þó ekki skráða stoðsendingu því enska úrvalsdeildin skráir ekki stoðsendingu fyrir sjálfsmörk. Hermann Hreiðarsson kláraði leikinn og Manchester United liðinu tókst ekki að bæta við mörkum síðasta klukkutíma leiksins. Næsti leikur Hermanns var á Íslandi Hermann hélt líka sæti sínu í byrjunarliði Crystal Palace og í næsta leik á eftir náði liðið markalausu jafntefli á móti verðandi Englandsmeisturum Arsenal. Í millitíðinni fór Hermann hins vegar til Íslands og spilaði allan tímann í vinstri bakverðinum þegar íslenska landsliðið vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvellinum. Hermann Hreiðarsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa skorað sjálfsmarkið.Skjámynd/Youtube Hermann skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Crystal Palace, það er í rétt mark, þremur vikum eftir leikinn á Old Trafford þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Sheffield Wednesday á Hillsborough. Hermann kom þá Palace í 1-0 á 27. mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace urðu að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni um vorið og Hermann var síðan seldur til C-deildarliðs Brentford í september 1998. Rúmu ári síðan var Wimbledon búið að kaupa hann og Hermann því aftur kominn í ensku úrvalsdeildina þar sem spilaði síðan meira eða minna frá 1999 til 2010 fyrir utan eitt tímabil með Ipswich Town í b-deildinni.
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00