Þrjú félög úr ensku úrvalsdeildinni með Andra í sigtinu Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 21:00 Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese í vetur. vísir/getty Knattspyrnumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er afar eftirsóttur eftir að hafa stigið sín fyrstu skref með aðalliði Bologna á Ítalíu í vetur. La Gazzetta dello Sport segir í dag að hvorki fleiri né færri en fimm félög úr efstu deild Ítalíu og þrjú ensk úrvalsdeildarfélög hafi spurst fyrir um Andra Fannar nú á meðan að hlé er í fótboltanum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt sömu frétt hefur Bologna hins vegar í huga að halda Andra Fannari og framlengja samning við hann til ársins 2024. Félagið hafi þá stefnu að vilja leyfa leikmönnum að þroskast og dafna í stað þess að þeir fari á brott ungir að árum. Andri, sem er uppalinn Bliki, er mættur aftur til Bologna eftir að hafa fengið að fara til Íslands vegna faraldursins. Vonir standa til þess að keppni á Ítalíu geti hafist að nýju 13. júní. Andri er aðeins 18 ára en fékk sitt fyrsta tækifæri í aðalliði Bologna í ítölsku A-deildinni í febrúar þegar hann lék rúman hálftíma í 1-1 jafntefli við Udinese þar sem jöfnunarmark Bologna kom í lok leiks. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum í deildinni. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 15:34 "Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. 26. febrúar 2020 09:00 Andri Fannar: Er hungraður í meira Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni, var í sjónvarpsviðtali á sjónvarpsstöð félagsins í dag en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Viðtalið má finna í fréttinni. 25. febrúar 2020 18:30 Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. 23. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að pening var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er afar eftirsóttur eftir að hafa stigið sín fyrstu skref með aðalliði Bologna á Ítalíu í vetur. La Gazzetta dello Sport segir í dag að hvorki fleiri né færri en fimm félög úr efstu deild Ítalíu og þrjú ensk úrvalsdeildarfélög hafi spurst fyrir um Andra Fannar nú á meðan að hlé er í fótboltanum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt sömu frétt hefur Bologna hins vegar í huga að halda Andra Fannari og framlengja samning við hann til ársins 2024. Félagið hafi þá stefnu að vilja leyfa leikmönnum að þroskast og dafna í stað þess að þeir fari á brott ungir að árum. Andri, sem er uppalinn Bliki, er mættur aftur til Bologna eftir að hafa fengið að fara til Íslands vegna faraldursins. Vonir standa til þess að keppni á Ítalíu geti hafist að nýju 13. júní. Andri er aðeins 18 ára en fékk sitt fyrsta tækifæri í aðalliði Bologna í ítölsku A-deildinni í febrúar þegar hann lék rúman hálftíma í 1-1 jafntefli við Udinese þar sem jöfnunarmark Bologna kom í lok leiks. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum í deildinni.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 15:34 "Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. 26. febrúar 2020 09:00 Andri Fannar: Er hungraður í meira Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni, var í sjónvarpsviðtali á sjónvarpsstöð félagsins í dag en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Viðtalið má finna í fréttinni. 25. febrúar 2020 18:30 Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. 23. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að pening var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 15:34
"Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. 26. febrúar 2020 09:00
Andri Fannar: Er hungraður í meira Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni, var í sjónvarpsviðtali á sjónvarpsstöð félagsins í dag en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Viðtalið má finna í fréttinni. 25. febrúar 2020 18:30
Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. 23. febrúar 2020 08:00