Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2020 22:24 Frumgerð bílsins ekið úr geymslurými á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli vegna myndatöku fyrir Stöð 2. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bíllinn er blanda smárútu og ofurjeppa og er búinn að vera fimmtán ára þróunarverkefni Ara Arnórssonar. Frumgerðinni var fyrst ekið fyrir ári og núna standa vonir til að hann verði fyrsti bíllinn sem fari í raðframleiðslu á Íslandi. Ari Arnórsson, hönnuður bílsins, undir stýri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef allt gengur upp þá verður þetta fyrsti raðframleiddi íslenski bíllinn, já,“ segir bílahönnuðurinn Ari Arnórsson. Ari segir bílinn byggðan á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðum um hálendið og hannaðan frá grunni út frá þörfum ferðaþjónustu og björgunarsveita. Þessa reynslu Íslendinga vilja bæjaryfirvöld í Sisimiut nýta sér þegar gerð fyrsta þjóðvegar Grænlands, Arctic Circle Road, er að hefjast milli bæjarins og Kangerlussuaq-flugvallar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Til að þróa samgönguverkefnið var í byrjun þessa árs undirritað samkomulag milli sveitarfélagsins Qeqqata, Arctic Circle Carrier, sem Magnús Jónsson, verkfræðingur í Sisimiut, stendur að, og íslenska félagsins Jakar. „Við ætlum að reyna að hefja þessar samgöngur næsta sumar, þannig að við höfum ár í það,“ segir Ari. Vegna fjárskort verður vegurinn í fyrstu aðeins lagður sem slóði í líkingu við íslenska hálendisvegi en Grænlendingar telja svona tæki henta til að flytja ferðamenn allt árið við þær aðstæður sem þar eru. Samkomulag um samgönguverkefnið á Grænlandi var gert í janúar. Frá vinstri Malik Berthelsen, bæjarstjóri Qeqqata, Ari Arnórsson, framkvæmdastjóri Jaka, og Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle Carrier.Mynd/Jakar. „Það er meiningin að afhenda þrjá svona bíla. Þeim gæti fjölgað en þeim fækkar ekki. Þannig að þetta verða að minnsta kosti þrír.“ Þar sem bíllinn er að mestu smíðaður úr áli er hann óvenju léttur en Grænlendingar vilja byggja upp græna ferðamennsku og býðst þeim að fá bíla sem ekið verður á sjálfbærri orkuframleiðslu. „Á íslensku rafmagni, í formi metanóls frá Carbon Recycling,“ segir Ari. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum á að tryggja þægindi farþega, - upplifunin verði þar af leiðandi eins og að svífa á töfrateppi, segir hann. Svona verða ÍSAR-bílarnir sem smíðaðir verða fyrir Grænland. Þeir verða blanda af smárútu og ofurjeppa.Mynd/Jakar. Helsti fjárfestirinn með Ara er Bílaleigan Geysir en verkefnið hefur einnig notið opinbers stuðnings. „Þessi frumgerð var smíðuð að mestu leyti með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.“ Hlutafélagið heitir Jakar og bíllinn Ísar, - kenndur við Ísland. „Ís. Einn ís, margir ísar,“ segir Ari og sýnir kraftmikið viðbragð bílsins þegar hann tekur af stað. Garðar Vilhjálmsson, Bílaleigunni Geysi, og Ari Arnórsson bílahönnuður við Ísar-bílinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænland Bílar Norðurslóðir Tengdar fréttir Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Ísar kemur að landsamgöngubótum á Grænlandi Íslenski bílaframleiðandinn Ísar tekur þátt í landsamgönguverkefni á Grænlandi. Jepparnir frá Ísar eru sérhannaðir fyrir samgöngubætur án innviðauppbyggingar. 9. mars 2020 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bíllinn er blanda smárútu og ofurjeppa og er búinn að vera fimmtán ára þróunarverkefni Ara Arnórssonar. Frumgerðinni var fyrst ekið fyrir ári og núna standa vonir til að hann verði fyrsti bíllinn sem fari í raðframleiðslu á Íslandi. Ari Arnórsson, hönnuður bílsins, undir stýri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef allt gengur upp þá verður þetta fyrsti raðframleiddi íslenski bíllinn, já,“ segir bílahönnuðurinn Ari Arnórsson. Ari segir bílinn byggðan á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðum um hálendið og hannaðan frá grunni út frá þörfum ferðaþjónustu og björgunarsveita. Þessa reynslu Íslendinga vilja bæjaryfirvöld í Sisimiut nýta sér þegar gerð fyrsta þjóðvegar Grænlands, Arctic Circle Road, er að hefjast milli bæjarins og Kangerlussuaq-flugvallar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Til að þróa samgönguverkefnið var í byrjun þessa árs undirritað samkomulag milli sveitarfélagsins Qeqqata, Arctic Circle Carrier, sem Magnús Jónsson, verkfræðingur í Sisimiut, stendur að, og íslenska félagsins Jakar. „Við ætlum að reyna að hefja þessar samgöngur næsta sumar, þannig að við höfum ár í það,“ segir Ari. Vegna fjárskort verður vegurinn í fyrstu aðeins lagður sem slóði í líkingu við íslenska hálendisvegi en Grænlendingar telja svona tæki henta til að flytja ferðamenn allt árið við þær aðstæður sem þar eru. Samkomulag um samgönguverkefnið á Grænlandi var gert í janúar. Frá vinstri Malik Berthelsen, bæjarstjóri Qeqqata, Ari Arnórsson, framkvæmdastjóri Jaka, og Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle Carrier.Mynd/Jakar. „Það er meiningin að afhenda þrjá svona bíla. Þeim gæti fjölgað en þeim fækkar ekki. Þannig að þetta verða að minnsta kosti þrír.“ Þar sem bíllinn er að mestu smíðaður úr áli er hann óvenju léttur en Grænlendingar vilja byggja upp græna ferðamennsku og býðst þeim að fá bíla sem ekið verður á sjálfbærri orkuframleiðslu. „Á íslensku rafmagni, í formi metanóls frá Carbon Recycling,“ segir Ari. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum á að tryggja þægindi farþega, - upplifunin verði þar af leiðandi eins og að svífa á töfrateppi, segir hann. Svona verða ÍSAR-bílarnir sem smíðaðir verða fyrir Grænland. Þeir verða blanda af smárútu og ofurjeppa.Mynd/Jakar. Helsti fjárfestirinn með Ara er Bílaleigan Geysir en verkefnið hefur einnig notið opinbers stuðnings. „Þessi frumgerð var smíðuð að mestu leyti með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.“ Hlutafélagið heitir Jakar og bíllinn Ísar, - kenndur við Ísland. „Ís. Einn ís, margir ísar,“ segir Ari og sýnir kraftmikið viðbragð bílsins þegar hann tekur af stað. Garðar Vilhjálmsson, Bílaleigunni Geysi, og Ari Arnórsson bílahönnuður við Ísar-bílinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Grænland Bílar Norðurslóðir Tengdar fréttir Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Ísar kemur að landsamgöngubótum á Grænlandi Íslenski bílaframleiðandinn Ísar tekur þátt í landsamgönguverkefni á Grænlandi. Jepparnir frá Ísar eru sérhannaðir fyrir samgöngubætur án innviðauppbyggingar. 9. mars 2020 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Ísar kemur að landsamgöngubótum á Grænlandi Íslenski bílaframleiðandinn Ísar tekur þátt í landsamgönguverkefni á Grænlandi. Jepparnir frá Ísar eru sérhannaðir fyrir samgöngubætur án innviðauppbyggingar. 9. mars 2020 07:00