Ákvörðun að tryggja Wimbledon-mótið fyrir 17 árum reyndist gæfuspor Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 23:00 Novak Djokovic og Roger Federer mættust í úrslitum einliðaleiks karla á Wimbledon í fyrra. EPA-EFE/NIC BOTHMA Wimbledon, elsta og þekktasta risamótið í tennis, var líkt og öðrum íþróttaviðburðum um heim allan aflýst vegna kórónufaraldursins. Skipuleggjendur mótsins munu hins vegar ekki tapa of miklum fjármunum þökk sé tryggingum sem þeir hófu að greiða fyrir 17 árum síðan. Samkvæmt frétt Forbes hefur All England Lawn tennissambandið, sem skipuleggur Wimbledon-mótið, greitt um það bil tvær milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 288 milljónir íslenskra króna, í „heimsfaraldurs“ tryggingu síðustu 17 ár. Sú trygging tryggir sambandinu rúmar 141 milljón bandaríkjadala eða 20 milljarða íslenskra króna. Er það tæplega helmingur þeirra tekna sem mótið aflar ár hvert. Þannig að þó svo að sambandið verði af töluverðum fjármunum þá mun þessi ótrúlega ákvörðun að tryggja mótið fyrir alheimsfaraldri fyrir 17 árum síðan skila dágóðri summu í kassann. Wimbledon átti að fara fram frá 29. júní til 12. júlí en var á endanum aflýst sökum kórónufaraldursins. Er það í fyrsta skipti síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem mótinu er aflýst. Play is suspended, but we cheer for a different kind of champion.Narrated by @rogerfederer.#StayHomeSaveLives | #ClapForCarers | #Wimbledon pic.twitter.com/76pBLWOrRr— Wimbledon (@Wimbledon) April 9, 2020 Íþróttir Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sjá meira
Wimbledon, elsta og þekktasta risamótið í tennis, var líkt og öðrum íþróttaviðburðum um heim allan aflýst vegna kórónufaraldursins. Skipuleggjendur mótsins munu hins vegar ekki tapa of miklum fjármunum þökk sé tryggingum sem þeir hófu að greiða fyrir 17 árum síðan. Samkvæmt frétt Forbes hefur All England Lawn tennissambandið, sem skipuleggur Wimbledon-mótið, greitt um það bil tvær milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 288 milljónir íslenskra króna, í „heimsfaraldurs“ tryggingu síðustu 17 ár. Sú trygging tryggir sambandinu rúmar 141 milljón bandaríkjadala eða 20 milljarða íslenskra króna. Er það tæplega helmingur þeirra tekna sem mótið aflar ár hvert. Þannig að þó svo að sambandið verði af töluverðum fjármunum þá mun þessi ótrúlega ákvörðun að tryggja mótið fyrir alheimsfaraldri fyrir 17 árum síðan skila dágóðri summu í kassann. Wimbledon átti að fara fram frá 29. júní til 12. júlí en var á endanum aflýst sökum kórónufaraldursins. Er það í fyrsta skipti síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem mótinu er aflýst. Play is suspended, but we cheer for a different kind of champion.Narrated by @rogerfederer.#StayHomeSaveLives | #ClapForCarers | #Wimbledon pic.twitter.com/76pBLWOrRr— Wimbledon (@Wimbledon) April 9, 2020
Íþróttir Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sjá meira