Fótbolti

Ætlaði að leika listir sínar í garðinum en endaði á því að brjóta glugga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rushian Hepburn-Murphy í leik gegn Man. City árið 2015.
Rushian Hepburn-Murphy í leik gegn Man. City árið 2015. vísir/epa

Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar fá ekki að æfa með liðsfélögum sínum þessar vikurnar vegna kórónuveirunnar og þurfa þar af leiðandi að halda sér við heima fyrir.

Margir þeirra eru þó með ágætis tól og tæki á heimilum sínum svo þeir ættu að vera klárir þegar tímabilið hefst en margir þeirra hafa einnig sýnt listir sínar úr garðinum heima fyrir þar sem fólk á Englandi á að halda sig heima.

Rushian Hepburn-Murphy er einn þeirra sem ætlaði að sýna listir sínar í garðinum. Hann er 21 árs framherji sem er samningsbundinn Aston Villa en er nú á láni hjá Derby en listir hans fóru ekki eftir áætlun.

Framherjinn sparkaði boltanum skemmtilega í fyrstu tilraun í vegginn og fékk boltann aftur en í annari tilraun fór allt á versta veg eins og má sjá í myndbandinu hér að neðan. Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×