Stutt samdráttarskeið en hægur bati Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2020 07:00 Landsbankinn Borgartúni. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Atvinnuleysi verður að meðaltali um níu prósent á árinu. Spáin gerir ráð fyrir talsverðum samdrætti í útflutningi, eða upp á rúm 27 prósent. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um sjö prósent og heildarfjármunamyndun um tæp 18 prósent. Þó er bent á á móti vegi aukin samneysla og opinberar fjárfestingar, auk þess sem innflutningur muni dragast saman um tæp 23 prósent og því verði afgangur af viðskiptajöfnuði. Atvinnuleysi mest í haust Spáin gerir ráð fyrir níu prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu. Mest er gert ráð fyrir að það verði í kring um 13 prósent í ágúst og september. Þá er því spáð að einkaneysla dragist saman um sjö prósent í ár en vaxi á ný um eitt og hálft til tvö prósent næstu tvö ár á eftir. Eins segir að færri utanlandsferðir Íslendinga og sparnaður sem varð til í samkomubanni gæti orðið til þess að fólk neytti í auknum mæli innlendra vara og þjónustu þegar færi gefst til. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði mest í kring um 13 prósent á árinu.Vísir/Hanna Kröftugur viðsnúningur á næsta ári Í spánni er reiknað með níu prósenta samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Samdrátturinn er sagður skýrast af 27 prósenta falli í útflutningi, sjö prósenta samdrætti í einkaneyslu og 18 prósenta samdrætti í fjármunamyndun. Þá er gert ráð fyrir „nokkuð kröftugum viðsnúningi“ á næstu tveimur árum, 5 prósenta hagvexti árið 2021 og þriggja prósenta hagvexti 2022. Töluverð óvissa niður á við Á næstu þremur árum munu um 833 milljarðar króna tapast í landsframleiðslu vegna faraldurs kórónuveirunnar, ef miðað er við hver líkleg þróun landsframleiðslu var fyrir faraldurinn. Jákvæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla nái sama stigi og á síðasta ári strax á næsta ári. Samkvæmt grunnspá er hún hins vega tveimur prósentum minni í lok spátímans en hún var í fyrra. Neikvæðasta sviðsmyndin gerir hins vegar ráð fyrir að árið 2022 verði landsframleiðsla fjórum og hálfu prósenti minni en hún var á síðasta ári. „Samantekið teljum við að óvissan sé töluvert niður á við og 40% líkur séu á að efnahagsþróunin verði í takt við neikvæðari sviðsmyndina á meðan u.þ.b. 10% líkur séu á að bjartsýna sviðsmyndin gangi eftir,“ segir í spánni. Krónan helst stöðug Reiknað er með því að veiking krónunnar síðustu mánuði komi til með að vera ráðandi þáttur í þróun verðbólgu á næstu mánuðum. Krónan veiktist talsvert haustið 2019 samhliða falli WOW air, en gengið hélst nokkuð stöðugt út árið, þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu og loðnubrest. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs veiktist krónan um 15 prósent gagnvart evru og um 17 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að krónan veikist verulega frá núverandi gildum. Grundvallast það af jákvæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins og horfum á jákvæðum viðskiptajöfnuði næstu ár. Þá er gert ráð fyrir að krónan styrkist lítillega á árunum 2021 og 2022. Að neðan má hlusta á viðtal Bítismanna við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, frá í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Atvinnuleysi verður að meðaltali um níu prósent á árinu. Spáin gerir ráð fyrir talsverðum samdrætti í útflutningi, eða upp á rúm 27 prósent. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um sjö prósent og heildarfjármunamyndun um tæp 18 prósent. Þó er bent á á móti vegi aukin samneysla og opinberar fjárfestingar, auk þess sem innflutningur muni dragast saman um tæp 23 prósent og því verði afgangur af viðskiptajöfnuði. Atvinnuleysi mest í haust Spáin gerir ráð fyrir níu prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu. Mest er gert ráð fyrir að það verði í kring um 13 prósent í ágúst og september. Þá er því spáð að einkaneysla dragist saman um sjö prósent í ár en vaxi á ný um eitt og hálft til tvö prósent næstu tvö ár á eftir. Eins segir að færri utanlandsferðir Íslendinga og sparnaður sem varð til í samkomubanni gæti orðið til þess að fólk neytti í auknum mæli innlendra vara og þjónustu þegar færi gefst til. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði mest í kring um 13 prósent á árinu.Vísir/Hanna Kröftugur viðsnúningur á næsta ári Í spánni er reiknað með níu prósenta samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Samdrátturinn er sagður skýrast af 27 prósenta falli í útflutningi, sjö prósenta samdrætti í einkaneyslu og 18 prósenta samdrætti í fjármunamyndun. Þá er gert ráð fyrir „nokkuð kröftugum viðsnúningi“ á næstu tveimur árum, 5 prósenta hagvexti árið 2021 og þriggja prósenta hagvexti 2022. Töluverð óvissa niður á við Á næstu þremur árum munu um 833 milljarðar króna tapast í landsframleiðslu vegna faraldurs kórónuveirunnar, ef miðað er við hver líkleg þróun landsframleiðslu var fyrir faraldurinn. Jákvæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla nái sama stigi og á síðasta ári strax á næsta ári. Samkvæmt grunnspá er hún hins vega tveimur prósentum minni í lok spátímans en hún var í fyrra. Neikvæðasta sviðsmyndin gerir hins vegar ráð fyrir að árið 2022 verði landsframleiðsla fjórum og hálfu prósenti minni en hún var á síðasta ári. „Samantekið teljum við að óvissan sé töluvert niður á við og 40% líkur séu á að efnahagsþróunin verði í takt við neikvæðari sviðsmyndina á meðan u.þ.b. 10% líkur séu á að bjartsýna sviðsmyndin gangi eftir,“ segir í spánni. Krónan helst stöðug Reiknað er með því að veiking krónunnar síðustu mánuði komi til með að vera ráðandi þáttur í þróun verðbólgu á næstu mánuðum. Krónan veiktist talsvert haustið 2019 samhliða falli WOW air, en gengið hélst nokkuð stöðugt út árið, þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu og loðnubrest. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs veiktist krónan um 15 prósent gagnvart evru og um 17 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að krónan veikist verulega frá núverandi gildum. Grundvallast það af jákvæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins og horfum á jákvæðum viðskiptajöfnuði næstu ár. Þá er gert ráð fyrir að krónan styrkist lítillega á árunum 2021 og 2022. Að neðan má hlusta á viðtal Bítismanna við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, frá í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00