Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 15:14 Boris Johnson þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu. EPA-EFE/PIPPA FOWLES Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. Johnson birti þakkarmyndband á Twitter þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ég get ekki þakkað þeim nægilega fyrir. Ég á þeim líf mitt að launa,“ sagði hann og þakkaði hann sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum sem sinntu honum. Sjá einnig: Þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu „Þegar uppi var staðið fékk líkami minn nægilegt súrefni vegna þess að þær stóðu vaktina alla nóttina og hugsuðu um mig og gripu inn í þegar þess þurfti,“ sagði Johnson. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, mun sinna störfum forsætisráðherra á meðan Johnson einbeitir sér að því að ná fullum bata, að ósk Johnson. Þegar þetta er skrifað hafa 79.885 verið greindir með kórónuveiruna í Bretlandi. Bretland er enn ekki komið yfir versta hjalla faraldursins eins og mörg önnur Evrópuríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Nú hafa 10.612 látist af völdum sjúkdómsins í Bretlandi. It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. Johnson birti þakkarmyndband á Twitter þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ég get ekki þakkað þeim nægilega fyrir. Ég á þeim líf mitt að launa,“ sagði hann og þakkaði hann sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum sem sinntu honum. Sjá einnig: Þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu „Þegar uppi var staðið fékk líkami minn nægilegt súrefni vegna þess að þær stóðu vaktina alla nóttina og hugsuðu um mig og gripu inn í þegar þess þurfti,“ sagði Johnson. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, mun sinna störfum forsætisráðherra á meðan Johnson einbeitir sér að því að ná fullum bata, að ósk Johnson. Þegar þetta er skrifað hafa 79.885 verið greindir með kórónuveiruna í Bretlandi. Bretland er enn ekki komið yfir versta hjalla faraldursins eins og mörg önnur Evrópuríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Nú hafa 10.612 látist af völdum sjúkdómsins í Bretlandi. It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52
Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51