Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:31 Víðir Reynisson á upplýsingafundi dagsins. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum, en lykilatriði sé að fara hægt í að aflétta slíkum aðgerðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um Covid-19 hér á landi. Víðir sagði að niðurstaða kæmi til með að liggja fyrir á næstu vikum en skoða þyrfti ferðatakmarkanir í alþjóðlegu samhengi. „Það skiptir ekki bara máli hvað okkur finnst á Íslandi og hvernig við viljum hafa hlutina heldur er þetta alþjóðlegt mál. Þetta er í skoðun hjá ýmsum alþjóðlegum stofnunum og svo er hvert land fyrir sig að reyna að finna leiðirnar í þessu. Þetta mun liggja fyrir einhvern tímann á næstu vikum, hvernig þetta verður útfært.“ Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Hann sagði jafnframt að alþjóðlegt samstarf þyrfti að vera um ferðatakmarkanir milli landa og útfærsla þess samtarfs lægi ekki fyrir að svo stöddu. „Það er mikil vinna í gangi hjá mörgum stofnunum, meðal annars hérna á Íslandi, að skoða hvernig svona gæti verið útfært.“ Lykilatriði að fara hægt í að slaka á aðgerðum hérlendis Víðir sagði einnig að verið sé að leggja lokahönd á drög að afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi, með tilliti til samkomubannsins sem verið hefur í gildi frá því um miðjan mars síðastliðinn. „Það er bara dagaspursmál í það að þessar afléttingar sem að við erum búin að boða 4. Maí verði kynntar. Það verður kynnt síðar í þessari viku,“ sagði Víðir. Þá komi í ljós hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva, sundlauga og annarra almenningsstaða hvers starfsemi hefur verið stöðvuð vegna samkomubannsins verði háttað. Eins ítrekaði Víðir það sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður bent á, að lykilatriði sé að samfélagslegum takmörkunum vegna kórónuveirunnar sé aflétt hægt. Um það séu sérfræðingar heimsins sammála. „Það þarf að losa mjög hægt um þessar takmarkanir og sjá hvernig það kemur út áður en það er farið í næstu.“ Hann segir að þegar tölur yfir smit dag frá degi séu skoðaðar sé ljóst að smitum fækki um sjö til fjórtán dögum eftir að takmarkanir eru settar á. Það sé merki um að aðgerðirnar sem farið hefur verið í hafi borið tilætlaðan árangur. „Ef við ætlum að fara að létta þessu of hratt af þá fáum við bara aftur topp, sem þýðir aftur aukið álag á heilbrigðiskerfið sem ég held að engin okkar vilji standa frammi fyrir.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira