Fótbolti

Segir Liverpool hafa reynt við Ødegaard síðasta sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinn hefur vakið mikla athygli á þessari leiktíð með skemmtilegu liði Sociedad.
Norðmaðurinn hefur vakið mikla athygli á þessari leiktíð með skemmtilegu liði Sociedad. vísir/epa

Liverpool reyndi að fá norska undrabarnið Martin Ødegaard til félagsins síðasta sumar. Frá þessu greinir Leonid Slutsky, fyrrum þjálfari þess norska hjá hollenska félaginu Vitesse.

Hinn 21 ára Ødegaard hefur vakið mikla athygli í vetur en hann er á láni hjá Sociedad frá Real Madrid. Hann hefur verið lánaður síðustu þrjú tímabil; fyrst til Heerenveen, síðan Vitesse og nú Sociedad.

„Tími Hans hjá Vitesse var mjög mikilvægur. Hann var einn af besti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar og fékk mörg tilboð. Ekki bara frá Real Sociedad heldur einnig frá Liverpool og Ajax. Það er heiður að hafa tekið þátt í hans framgangi,“ sagði Slutsky.

Ødegaard samdi við Real Madrid árið 2015 en þá var hann einungis sautján ára. Þeir lánuðu hann út eins og áður segir en Slutsk segir að hann sé nú tilbúinn að spila fyrir spænska risann.

„Ég er viss um að hann er tilbúinn að spila fyrir Real Madrid. Þegar ég sá hann spila fyrir Sociedad á Bernabeu sá ég að hann hafði hæfileikana til þess að spila fyrir Real Madrid.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×