Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 19:33 Stella Morris ásamt sonum hennar og Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. skjáskot/youtube Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42