Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2020 13:36 Stofurgangur á A-19. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. Síðustu daga hefur þeim fækkað sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi. Í gær greindust aðeins tólf með veiruna og virðist faraldurinn vera í rénun. „Það endurspeglast alveg á starfseminni hjá okkur á göngudeildinni að það dregur úr faraldrinum þannig að það eru færri komur til okkar núna yfir sjálfa páskana heldur en voru fyrir páska,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem stýrir COVID-göngudeild Landspítalans. Nærri átta hundruð manns eru í eftirliti á göngudeildinni samkvæmt upplýsingum sem viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans sendi frá sér í gær. Ragnar segir starfið umfangsmikið enda komi á annað hundrað manns að því. „Við erum með vaska sveit af bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem fylgir hverjum einasta einstakling reglubundið og við reynum að kalla þig inn áður en þú veikist. Þannig að fólk er að koma til okkar í nokkuð svipuðu ástandi. Þannig við erum að reyna að fyrirbyggja það að því versni enn frekar,“ segir Ragnar Aðspurður um hvort að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á spítalanum séu að virka segir Ragnar ljóst að eitthvað séu Íslendingar að gera rétt. „Það er erfitt að segja fyrr en að við gerum þetta allt upp. Ég er algjörlega sannfærður um það að nálgun okkar Íslendinga, hvort sem það er hvað Þórólfur og Alma og Víðir hafa boðið okkur að gera og svo þessi kröftuga viðspyrna frá Landspítalanum. Ég held að allt þetta saman sé að gera það að verkum að okkur virðist takast að halda betur á spöðunum hér á landi en annars staðar,“ segir Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. Síðustu daga hefur þeim fækkað sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi. Í gær greindust aðeins tólf með veiruna og virðist faraldurinn vera í rénun. „Það endurspeglast alveg á starfseminni hjá okkur á göngudeildinni að það dregur úr faraldrinum þannig að það eru færri komur til okkar núna yfir sjálfa páskana heldur en voru fyrir páska,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir sem stýrir COVID-göngudeild Landspítalans. Nærri átta hundruð manns eru í eftirliti á göngudeildinni samkvæmt upplýsingum sem viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans sendi frá sér í gær. Ragnar segir starfið umfangsmikið enda komi á annað hundrað manns að því. „Við erum með vaska sveit af bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem fylgir hverjum einasta einstakling reglubundið og við reynum að kalla þig inn áður en þú veikist. Þannig að fólk er að koma til okkar í nokkuð svipuðu ástandi. Þannig við erum að reyna að fyrirbyggja það að því versni enn frekar,“ segir Ragnar Aðspurður um hvort að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til á spítalanum séu að virka segir Ragnar ljóst að eitthvað séu Íslendingar að gera rétt. „Það er erfitt að segja fyrr en að við gerum þetta allt upp. Ég er algjörlega sannfærður um það að nálgun okkar Íslendinga, hvort sem það er hvað Þórólfur og Alma og Víðir hafa boðið okkur að gera og svo þessi kröftuga viðspyrna frá Landspítalanum. Ég held að allt þetta saman sé að gera það að verkum að okkur virðist takast að halda betur á spöðunum hér á landi en annars staðar,“ segir Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels