Var heima í 44 daga vegna Covid-19: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2020 16:09 Sigríður lá rænulaus eða í móki í rúmar tvær vikur áður en hún fór að ranka við sér. facebook „Ég man ekki mikið eftir hvað var sagt í þeim símtölum og ég gat ekkert talað án þess að fá óstjórnlegan hósta. Ég man þó að í einhver skipti grét ég í símann af vanlíðan og algjöru vonleysi. Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa,“ skrifar Sigríður H. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atlantik, um upplifun sína af Covid-19 sjúkdómnum. Sigríður útskrifaðist í gær úr einangrun og eftirliti eftir að hafa verið heima í 44 daga. Sigríður veiktist rúmri viku eftir að hún kom heim eftir ferðalag, ásamt manni sínum og vinahjónum, til Madonna á Ítalíu. Tveimur dögum eftir að hún greindist með sjúkdóminn, þann 8. mars, sló henni niður og segist hún hafa legið allt að því rænulaus eða í móki allan sólarhringinn næstu 12 daga. „Fékk háan hita, mikinn hósta, hroll, höfuðverk, ógleði, uppgang, missti bragð- og lyktarskyn, var lystarlaus með öllu, gat ekki talað né staðið í fæturna. Strax á fyrsta degi og daglega síðan hef ég fengið símtal frá hjúkrunarfræðingum og læknum, stundum oftar en einu sinni á dag.“ „Ég fékk eitt verkefni og það var að drekka. Skipti engu máli þó ég gæti ekki borðað, en ég yrði að drekka. Verkefnið gekk þokkalega með aðstoð eiginmannsins sem reyndi að koma einhverri næringu ofan í mig sem var helst Powerade og Malt. Siggi segir mér að það eina sem hann gat fengið mig til að borða þessar 2 vikur var skál af súrmjólk af og til. Hann var vakinn og sofinn yfir mér í gegnum þetta. Passaði að ég drykki, að ég tæki þær pillur sem ég átti að taka og reyndi að láta mig borða. Sumar nætur vaknaði hann og tékkaði þá á mér og hvort ég andaði ekki örugglega. Mín stoð og stytta í lífinu.“ Lögð inn vegna gruns um blóðtappa „Á einhverjum tímapunkti þegar veikindin voru sem verst vitjaði mín læknir. Ég man ekkert hvenær það var eða hvað hann sagði nema að ég átti að taka 8 parkdódín á dag til að haldi niðri hita og hósta. Mókið varð ekki minna við það en ég svaf allavega þokkalega á nóttunni.“ Hún segir að eftir að hafa komist til meðvitundar og fengið smá lyst hafi hitinn lækkað og hóstinn minnkað. Þá hafi hún haldið að hún færi að snarhressast en það hafi ekki gengið eftir. Hún hafi verið gríðarlega máttlaus og hafi varla stunið upp nokkrum orðum án þess að verða lafmóð og fá hóstakast. Læknum hafi þá ekki litist á blikuna. Batinn væri of hægur og þann 27. mars, þegar þrjár vikur voru liðnar frá því að hún veiktist, var henni sagt að mæta upp á Covid-göngudeild Landspítalans. Þá hafi hún farið í lungnamyndatöku, blóðprufur, áreynslupróf og almenna skoðun. Eftir það kom í ljós að hún var með lungnabólgu og var súrefnismettun hennar ekki góð. „Ég fékk sýklalyf, malaríulyf, súrefnismettunarmæli og fyrirmæli um að koma aftur eftir sólarhring sem ég gerði. Var þá sagt að koma aftur mánudagsmorguninn 30. mars. Í það skipti var ákveðið að leggja mig inn en þau höfðu áhyggjur af að ég væri með blóðtappa í lungum og einnig hversu mikið súrefnismettunin féll.“ Þegar á spítalann var komið var hún sett í tölvusneiðmyndatöku og eftir að niðurstöður úr henni komu voru engin merki um blóðtappa og segir hún að súrefnismettunin hafi orðið betri sólarhring síðar. „Við erum öll Almannavarnir. Hlýðum Víði.“ „Starfsfólkið sem tók á móti mér á spítalanum var yndislegt og vel um mig hugsað að öllu leyti, eins og allt það góða fólk sem ég hafði hitt augliti til auglits eða gegnum símtöl vikurnar á undan.“ Daginn eftir var hún útskrifuð og send heim í áframhaldandi einangrun þar sem hún fékk dagleg símtöl frá hjúkrunarfræðingum og læknum. „Undanfarið hef ég spjallað við fjölskyldu og vini í síma og facetime án þess að fá óstjórnleg hóstaköst og mæðast eins og langhlaupari. Það er svo dásamlegt að ég á vart orð til að lýsa þeirri góðu tilfinningu. Ég skrölti um húsið og geri öndunaræfingar sem mér voru sendar. Ég næ mér í mat og drykk, þurrka kannski af einu borði og er á „ferðinni“ í smátíma en tankurinn tæmist hratt. Það er þó mikil framför og úthaldsmínútum fer fjölgandi. Læknum og hjúkrunarfræðingum er ég óendanlega þakklát fyrir að halda utan um mig og stappa í mig stálinu í þessum ógeðslegu og ömurlegu veikindum þegar ég var oftar en einu sinni alveg við það að brotna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. 13. apríl 2020 13:36 Virk smit orðin færri en átta hundruð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.711 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um tíu frá því að síðustu tölur voru birtar. 13. apríl 2020 13:10 Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar. 12. apríl 2020 22:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
„Ég man ekki mikið eftir hvað var sagt í þeim símtölum og ég gat ekkert talað án þess að fá óstjórnlegan hósta. Ég man þó að í einhver skipti grét ég í símann af vanlíðan og algjöru vonleysi. Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa,“ skrifar Sigríður H. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atlantik, um upplifun sína af Covid-19 sjúkdómnum. Sigríður útskrifaðist í gær úr einangrun og eftirliti eftir að hafa verið heima í 44 daga. Sigríður veiktist rúmri viku eftir að hún kom heim eftir ferðalag, ásamt manni sínum og vinahjónum, til Madonna á Ítalíu. Tveimur dögum eftir að hún greindist með sjúkdóminn, þann 8. mars, sló henni niður og segist hún hafa legið allt að því rænulaus eða í móki allan sólarhringinn næstu 12 daga. „Fékk háan hita, mikinn hósta, hroll, höfuðverk, ógleði, uppgang, missti bragð- og lyktarskyn, var lystarlaus með öllu, gat ekki talað né staðið í fæturna. Strax á fyrsta degi og daglega síðan hef ég fengið símtal frá hjúkrunarfræðingum og læknum, stundum oftar en einu sinni á dag.“ „Ég fékk eitt verkefni og það var að drekka. Skipti engu máli þó ég gæti ekki borðað, en ég yrði að drekka. Verkefnið gekk þokkalega með aðstoð eiginmannsins sem reyndi að koma einhverri næringu ofan í mig sem var helst Powerade og Malt. Siggi segir mér að það eina sem hann gat fengið mig til að borða þessar 2 vikur var skál af súrmjólk af og til. Hann var vakinn og sofinn yfir mér í gegnum þetta. Passaði að ég drykki, að ég tæki þær pillur sem ég átti að taka og reyndi að láta mig borða. Sumar nætur vaknaði hann og tékkaði þá á mér og hvort ég andaði ekki örugglega. Mín stoð og stytta í lífinu.“ Lögð inn vegna gruns um blóðtappa „Á einhverjum tímapunkti þegar veikindin voru sem verst vitjaði mín læknir. Ég man ekkert hvenær það var eða hvað hann sagði nema að ég átti að taka 8 parkdódín á dag til að haldi niðri hita og hósta. Mókið varð ekki minna við það en ég svaf allavega þokkalega á nóttunni.“ Hún segir að eftir að hafa komist til meðvitundar og fengið smá lyst hafi hitinn lækkað og hóstinn minnkað. Þá hafi hún haldið að hún færi að snarhressast en það hafi ekki gengið eftir. Hún hafi verið gríðarlega máttlaus og hafi varla stunið upp nokkrum orðum án þess að verða lafmóð og fá hóstakast. Læknum hafi þá ekki litist á blikuna. Batinn væri of hægur og þann 27. mars, þegar þrjár vikur voru liðnar frá því að hún veiktist, var henni sagt að mæta upp á Covid-göngudeild Landspítalans. Þá hafi hún farið í lungnamyndatöku, blóðprufur, áreynslupróf og almenna skoðun. Eftir það kom í ljós að hún var með lungnabólgu og var súrefnismettun hennar ekki góð. „Ég fékk sýklalyf, malaríulyf, súrefnismettunarmæli og fyrirmæli um að koma aftur eftir sólarhring sem ég gerði. Var þá sagt að koma aftur mánudagsmorguninn 30. mars. Í það skipti var ákveðið að leggja mig inn en þau höfðu áhyggjur af að ég væri með blóðtappa í lungum og einnig hversu mikið súrefnismettunin féll.“ Þegar á spítalann var komið var hún sett í tölvusneiðmyndatöku og eftir að niðurstöður úr henni komu voru engin merki um blóðtappa og segir hún að súrefnismettunin hafi orðið betri sólarhring síðar. „Við erum öll Almannavarnir. Hlýðum Víði.“ „Starfsfólkið sem tók á móti mér á spítalanum var yndislegt og vel um mig hugsað að öllu leyti, eins og allt það góða fólk sem ég hafði hitt augliti til auglits eða gegnum símtöl vikurnar á undan.“ Daginn eftir var hún útskrifuð og send heim í áframhaldandi einangrun þar sem hún fékk dagleg símtöl frá hjúkrunarfræðingum og læknum. „Undanfarið hef ég spjallað við fjölskyldu og vini í síma og facetime án þess að fá óstjórnleg hóstaköst og mæðast eins og langhlaupari. Það er svo dásamlegt að ég á vart orð til að lýsa þeirri góðu tilfinningu. Ég skrölti um húsið og geri öndunaræfingar sem mér voru sendar. Ég næ mér í mat og drykk, þurrka kannski af einu borði og er á „ferðinni“ í smátíma en tankurinn tæmist hratt. Það er þó mikil framför og úthaldsmínútum fer fjölgandi. Læknum og hjúkrunarfræðingum er ég óendanlega þakklát fyrir að halda utan um mig og stappa í mig stálinu í þessum ógeðslegu og ömurlegu veikindum þegar ég var oftar en einu sinni alveg við það að brotna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. 13. apríl 2020 13:36 Virk smit orðin færri en átta hundruð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.711 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um tíu frá því að síðustu tölur voru birtar. 13. apríl 2020 13:10 Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar. 12. apríl 2020 22:55 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Færri leituð á COVID-göngudeild Landspítalans um páskana Komum á COVID-göngudeild Landspítalans fækkaði um páskana. Yfirlæknir segir það til marks um að dregið hafi úr faraldrinum. Nærri átta hundruð manns eru nú í eftirliti hjá deildinni. 13. apríl 2020 13:36
Virk smit orðin færri en átta hundruð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.711 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um tíu frá því að síðustu tölur voru birtar. 13. apríl 2020 13:10
Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar. 12. apríl 2020 22:55