„Búin að fórna of miklu til þess að slaka á“ Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2020 18:20 Dominic Raab sinnir störfum Boris Johnson á meðan Johnson jafnar sig eftir kórónuveirusmit. Vísir/Getty Yfirvöld í Bretlandi hyggjast hvorki gera breytingar á núverandi útgöngubanni né öðrum sóttvarnaraðgerðum í bráð. Þetta segir Dominic Raab utanríkisráðherra, sem er staðgengill Boris Johnson forsætisráðherra á meðan hann jafnar sig eftir kórónuveirusmiti. „Við búumst ekki við því að gera neinar breytingar á þeim aðgerðum sem eru í gildi eins og er og við munum ekki gera það fyrr en við erum viss, eins viss og við getum orðið, að slíkar breytingar séu öruggar,“ sagði Raab á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Hann sagði núverandi aðgerðir vera að skila árangri en hápunkti faraldursins væri ekki náð. Því væri mikilvægt að allir héldu áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Höldum þessu áfram, við erum komin of langt, búin að missa of marga ástvini og búin að fórna of miklu til þess að slaka á.“ Sir Patrick Vallance, aðalvísindaráðgjafi yfirvalda, sagði það vera í skoðun hvort hvetja ætti almenning til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Ef það væru sterk rök fyrir því að fólk færi að nota grímur myndu yfirvöld mæla með því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó gefið það út að andlitsgrímur sambærilegar þeim sem eru notaðar á sjúkrahúsum ættu að vera geymdar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Óttast að aflétta takmörkunum of snemma Raab áréttaði mikilvægi þess að almenningur væri meðvitaður um að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Þá væri hætta á því að faraldurinn myndi ná frekari útbreiðslu ef takmörkunum yrði aflétt of snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þjóðir heimsins að fara varlega í það að aflétta takmörkunum næstu vikur og mánuðir. Afleiðingarnar gætu verið alvarlegar og leitt til mun fleiri dauðsfalla en ella. „Ég veit að einhver lönd eru nú þegar að vinna að því að aflétta útgöngubönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill að sjálfsögðu losna við slíkar takmarkanir eins og allir aðrir en á sama tíma gæti það leitt til hættulegs endurriss í faraldrinum,“ sagði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50 Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hyggjast hvorki gera breytingar á núverandi útgöngubanni né öðrum sóttvarnaraðgerðum í bráð. Þetta segir Dominic Raab utanríkisráðherra, sem er staðgengill Boris Johnson forsætisráðherra á meðan hann jafnar sig eftir kórónuveirusmiti. „Við búumst ekki við því að gera neinar breytingar á þeim aðgerðum sem eru í gildi eins og er og við munum ekki gera það fyrr en við erum viss, eins viss og við getum orðið, að slíkar breytingar séu öruggar,“ sagði Raab á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Hann sagði núverandi aðgerðir vera að skila árangri en hápunkti faraldursins væri ekki náð. Því væri mikilvægt að allir héldu áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Höldum þessu áfram, við erum komin of langt, búin að missa of marga ástvini og búin að fórna of miklu til þess að slaka á.“ Sir Patrick Vallance, aðalvísindaráðgjafi yfirvalda, sagði það vera í skoðun hvort hvetja ætti almenning til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Ef það væru sterk rök fyrir því að fólk færi að nota grímur myndu yfirvöld mæla með því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó gefið það út að andlitsgrímur sambærilegar þeim sem eru notaðar á sjúkrahúsum ættu að vera geymdar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Óttast að aflétta takmörkunum of snemma Raab áréttaði mikilvægi þess að almenningur væri meðvitaður um að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Þá væri hætta á því að faraldurinn myndi ná frekari útbreiðslu ef takmörkunum yrði aflétt of snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þjóðir heimsins að fara varlega í það að aflétta takmörkunum næstu vikur og mánuðir. Afleiðingarnar gætu verið alvarlegar og leitt til mun fleiri dauðsfalla en ella. „Ég veit að einhver lönd eru nú þegar að vinna að því að aflétta útgöngubönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill að sjálfsögðu losna við slíkar takmarkanir eins og allir aðrir en á sama tíma gæti það leitt til hættulegs endurriss í faraldrinum,“ sagði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50 Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14
Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50
Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51