Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2020 15:19 Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði virðist úr myndinni miðað við tillögu sóttvarnalæknis í minnisblaði til ráðherra. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Orkumótið og Pæjumótið eru haldin árlega, um miðjan og lok júní, í Vestmannaeyjum. Mótin eru að jafnaði mjög vel sótt en um þúsund börn eru skráð til þátttöku í ár. Börnunum fylgja jafnan foreldrar og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Verið að melta stöðuna Þjóðhátíð fer fram ár hvert um Verslunarmannahelgina. Eyjamenn hafa verið tregir til að gefa upp fjölda seldra miða en áætlað hefur verið að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina ár hvert. Hörður Orri Grettisson í Herjólfsdal.Aðsend Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að fresta fótboltamótunum fram á sumarið, kæmi til þess. Rúmlega hundrað dagar væru í þjóðhátíð og ekki hefði enn sem komið er þótt ástæða til að hnika frá plönum með hátíðina. Hörður Orri sagði í stuttu samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag eðlilegt að margir hugsuðu til Eyja varðandi samkomur í sumar. „Við erum bara að melta stöðuna og munum senda frá okkur eitthvað í dag,“ sagði Hörður Orri. Ljóst er að engin þjóðhátíð myndi þýða gríðarlegt tekjutap fyrir íþróttastarf í Vestmannaeyjum. Hugsa út fyrir boxið Tillögur Þórólfs Guðnasonar um viðmiðunartöluna tvö þúsund hafa ekki verið samþykktar af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún hefur hins vegar hingað til farið í einu og öllu eftir tillögu hans. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ segir Svandís. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að husa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum.“ Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komum ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. 14. apríl 2020 14:34 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Orkumótið og Pæjumótið eru haldin árlega, um miðjan og lok júní, í Vestmannaeyjum. Mótin eru að jafnaði mjög vel sótt en um þúsund börn eru skráð til þátttöku í ár. Börnunum fylgja jafnan foreldrar og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Verið að melta stöðuna Þjóðhátíð fer fram ár hvert um Verslunarmannahelgina. Eyjamenn hafa verið tregir til að gefa upp fjölda seldra miða en áætlað hefur verið að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina ár hvert. Hörður Orri Grettisson í Herjólfsdal.Aðsend Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði í samtali við fréttastofu um helgina að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að fresta fótboltamótunum fram á sumarið, kæmi til þess. Rúmlega hundrað dagar væru í þjóðhátíð og ekki hefði enn sem komið er þótt ástæða til að hnika frá plönum með hátíðina. Hörður Orri sagði í stuttu samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag eðlilegt að margir hugsuðu til Eyja varðandi samkomur í sumar. „Við erum bara að melta stöðuna og munum senda frá okkur eitthvað í dag,“ sagði Hörður Orri. Ljóst er að engin þjóðhátíð myndi þýða gríðarlegt tekjutap fyrir íþróttastarf í Vestmannaeyjum. Hugsa út fyrir boxið Tillögur Þórólfs Guðnasonar um viðmiðunartöluna tvö þúsund hafa ekki verið samþykktar af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hún hefur hins vegar hingað til farið í einu og öllu eftir tillögu hans. „Þetta er það sem sóttvarnarlæknir er að hugsa um og leggja til. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þá að undirbúa stóra viðburði að hafa það bak við eyrað,“ segir Svandís. „Ég held að fólk ætti strax að byrja að husa út fyrir boxið hvernig er hægt að gera sér glaðan með fleiri og minni hópum.“
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komum ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. 14. apríl 2020 14:34 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02
Ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi komist í samt horf Dómsmálaráðherra segir að ómögulegt að segja til um hvenær ferðalög til og frá Íslandi muni komast aftur í samt horf. Ísland mun taka þátt í framlengingu á lokun ytri landamæra ESB til 15. maí. Ferðaþjónustan kallar eftir svörum um það hvort settar verði einhvers konar hömlur á komum ferðamanna til landsins þegar landið opnast að nýju. 14. apríl 2020 14:34
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39