„Skammarleg ákvörðun“ HSu að segja upp öllu ræstingafólki Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 11:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/vilhelm BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB, þar sem fullyrt er að stéttarfélögum hafi verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar hjá HSu og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og heilsu að veði í framlínunni í baráttunni við kórónaveiruna undanfarnar vikur,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Þá er jafnframt bent á að gríðarlegt álag hafi verið á þessu starfsfólki, sem og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni. Í stað þess að afhenda þessum starfsmönnum uppsagnarbréf ættu stjórnendur HSu frekar að einbeita sér að því að bæta kjör þeirra. „Þetta eru kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka. Það er óásættanlegt að þegar stofnanir grípa til hagræðingaaðgerða sé fyrst horft til tekjulægsta hópsins,“ segir Sonja í tilkynningu. Sonja hyggst ræða málið á fundi sínum með forsætisráðherra á mánudag. Þá hafi verið óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða starfsöryggi og starfsumhverfi starfsfólks heilbrigðisstofnana. „Ef tilgangurinn með því að segja upp þessum hópi er sparnaður er ljóst að stofnunin mun ekki ná honum fram á næstu árum. Eins og lög gera ráð fyrir þegar rekstur er tekinn yfir af öðrum aðila ber að tryggja starfsmönnunum störf á óbreyttum kjörum hjá þeim sem tekur við rekstrinum. Aðgerðin mun því ekki skila neinum sparnaði og einungis verða til þess að valda starfsfólki ama og óöryggi,“ segir í tilkynningu BSRB. Kjaramál Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB, þar sem fullyrt er að stéttarfélögum hafi verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar hjá HSu og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og heilsu að veði í framlínunni í baráttunni við kórónaveiruna undanfarnar vikur,“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Þá er jafnframt bent á að gríðarlegt álag hafi verið á þessu starfsfólki, sem og öðrum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni. Í stað þess að afhenda þessum starfsmönnum uppsagnarbréf ættu stjórnendur HSu frekar að einbeita sér að því að bæta kjör þeirra. „Þetta eru kaldar kveðjur frá yfirstjórn stofnunarinnar og við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka. Það er óásættanlegt að þegar stofnanir grípa til hagræðingaaðgerða sé fyrst horft til tekjulægsta hópsins,“ segir Sonja í tilkynningu. Sonja hyggst ræða málið á fundi sínum með forsætisráðherra á mánudag. Þá hafi verið óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að ræða starfsöryggi og starfsumhverfi starfsfólks heilbrigðisstofnana. „Ef tilgangurinn með því að segja upp þessum hópi er sparnaður er ljóst að stofnunin mun ekki ná honum fram á næstu árum. Eins og lög gera ráð fyrir þegar rekstur er tekinn yfir af öðrum aðila ber að tryggja starfsmönnunum störf á óbreyttum kjörum hjá þeim sem tekur við rekstrinum. Aðgerðin mun því ekki skila neinum sparnaði og einungis verða til þess að valda starfsfólki ama og óöryggi,“ segir í tilkynningu BSRB.
Kjaramál Vinnumarkaður Vestmannaeyjar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira