Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 15:58 Ítrekað kom til átaka á mili mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í fyrra. EPA/JEON HEON-KYUN Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang. Kína Hong Kong Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang.
Kína Hong Kong Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira