Lækkar eigin laun um fimmtung Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. apríl 2020 10:22 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, greindi frá launalækkun ráðamanna á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í morgun. Hér er hún í opinberri heimsókn í Ástralíu. EPA/BIANCA DE MARCH Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við um laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. Að sögn forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, er launalækkuninni ætlað að vera virðingarvottur til þeirra Nýsjálendinga sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirufaraldursins. Það væri þannig mikilvægt að mati forsætisráðherrans að hæstlaunuðu embættismenn þjóðarinnar tækju af skarið og sýndu samstöðu með fólki í fremstu víglínu baráttunnar og þeim sem kunna að hafa misst vinnuna í faraldrinum. Launalækkunin tekur strax gildi og mun skerða laun ráðherranna næsta hálfa árið. Mánaðarlaun forsætisráðherrans námu næstum 3,3 milljónum íslenskra króna á mánuði og munu þau því lækka um tæplega 660 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru 25 talsins og munu laun þeirra lækka að meðaltali um 385 þúsund krónur á mánuði. Sem fyrr segir verða laun forstjóra 34 ríkisstofnanna, þeirra á meðal landlæknis Nýja-Sjálands, jafnframt lækkuð og mun það spara nýsjálenska ríkinu rúmlega 154 milljónir króna næstu sex mánuði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, Simon Bridges, hefur að sama skapi staðfest í samtali við þarlenda fjölmiðla að hann muni lækka laun sín. Þegar hún tilkynnti um fyrirhugaða launalækkun sagði Ardern að ef einhvern tímann væri rétti tíminn til að minnka bilið milli Nýsjálendinga þá væri það í dag. „Ég fer fyrir framkvæmdavaldinu og hér getum við látið til skarar skríða. Þetta snýst um að sýna samstöðu þegar á móti blæs á Nýja-Sjálandi,“ sagði Ardern. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu í þrjár vikur. Rúmlega 1300 Nýsjálendingar hafa verið greindir með veiruna, sem dregið hefur 9 til dauða. Öll voru þau eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega 1,5 milljón Nýsjálendinga hefur sótt um mótframlag frá stjórnvöldum vegna tekjumissis í faraldrinum. Dragist útgöngubannið á langinn gera dekkstu sviðsmyndir þarlenda fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að næstum fjórðungur landsmanna, sem eru um fimm milljón talsins, gætu misst vinnuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdrátturinn á Nýja-Sjálandi muni nema um 7,2 prósentum í ár. Það yrði til marks um dýpstu kreppu í heiminum utan Evrópu og Venesúela. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við um laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. Að sögn forsætisráðherra landsins, Jacinda Ardern, er launalækkuninni ætlað að vera virðingarvottur til þeirra Nýsjálendinga sem eiga um sárt að binda vegna kórónuveirufaraldursins. Það væri þannig mikilvægt að mati forsætisráðherrans að hæstlaunuðu embættismenn þjóðarinnar tækju af skarið og sýndu samstöðu með fólki í fremstu víglínu baráttunnar og þeim sem kunna að hafa misst vinnuna í faraldrinum. Launalækkunin tekur strax gildi og mun skerða laun ráðherranna næsta hálfa árið. Mánaðarlaun forsætisráðherrans námu næstum 3,3 milljónum íslenskra króna á mánuði og munu þau því lækka um tæplega 660 þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru 25 talsins og munu laun þeirra lækka að meðaltali um 385 þúsund krónur á mánuði. Sem fyrr segir verða laun forstjóra 34 ríkisstofnanna, þeirra á meðal landlæknis Nýja-Sjálands, jafnframt lækkuð og mun það spara nýsjálenska ríkinu rúmlega 154 milljónir króna næstu sex mánuði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi, Simon Bridges, hefur að sama skapi staðfest í samtali við þarlenda fjölmiðla að hann muni lækka laun sín. Þegar hún tilkynnti um fyrirhugaða launalækkun sagði Ardern að ef einhvern tímann væri rétti tíminn til að minnka bilið milli Nýsjálendinga þá væri það í dag. „Ég fer fyrir framkvæmdavaldinu og hér getum við látið til skarar skríða. Þetta snýst um að sýna samstöðu þegar á móti blæs á Nýja-Sjálandi,“ sagði Ardern. Útgöngubann hefur verið í gildi í landinu í þrjár vikur. Rúmlega 1300 Nýsjálendingar hafa verið greindir með veiruna, sem dregið hefur 9 til dauða. Öll voru þau eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega 1,5 milljón Nýsjálendinga hefur sótt um mótframlag frá stjórnvöldum vegna tekjumissis í faraldrinum. Dragist útgöngubannið á langinn gera dekkstu sviðsmyndir þarlenda fjármálaráðuneytisins ráð fyrir að næstum fjórðungur landsmanna, sem eru um fimm milljón talsins, gætu misst vinnuna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdrátturinn á Nýja-Sjálandi muni nema um 7,2 prósentum í ár. Það yrði til marks um dýpstu kreppu í heiminum utan Evrópu og Venesúela.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira