Þakklát fyrir að muna eftir gleðistundum lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:27 Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín. Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín.
Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira