Rannsaka hvort strokupiltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2020 13:00 Piltarnir gistu fangageymslur lögreglu á Selfossi í nótt. Vísir/vilhelm Þrír piltar struku á stolnum bíl af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi seint í gærkvöldi. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði vegna málsins en piltarnir voru loks handteknir við útihús í Þykkvabæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla m.a. hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins. Lögregla á Suðurlandi, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að aðgerðum vegna málsins seint í gærkvöldi. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að lögreglu hafi borist tilkynning á ellefta tímanum um að þrír piltar hefðu stolið bifreið og strokið af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi. „Við förum við leit að þeim og það er upplýst að þeir fara niður í Þykkvabæ. Þar eru þeir handteknir í og við útihús á sveitabæ, þeim ótengdum alveg, og færðir hér á lögreglustöð á Selfossi. Þeir eru allir ölvaðir og gistu hér í nótt,“ segir Oddur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að í dag verði skýrslur teknar af vitnum, þar á meðal starfsfólki vistheimilisins, og vettvangur rannsakaður. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að ræða við ungu mennina sjálfa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla nú meðal annars hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum á vistheimilinu er þeir struku þaðan í gærkvöldi. Júlíus Már Baldursson íbúi í Þykkvabæ sagði í samtali við fréttastofu í nótt að hann hefði orðið var við aðgerðir lögreglu á svæðinu. Hann kvaðst hafa farið út þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir og séð þá tvo pilta fara inn í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu, sem kom stuttu síðar og handtók piltana. Lögreglumál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Þrír piltar struku á stolnum bíl af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi seint í gærkvöldi. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði vegna málsins en piltarnir voru loks handteknir við útihús í Þykkvabæ. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla m.a. hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum vistheimilisins. Lögregla á Suðurlandi, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að aðgerðum vegna málsins seint í gærkvöldi. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að lögreglu hafi borist tilkynning á ellefta tímanum um að þrír piltar hefðu stolið bifreið og strokið af vistheimili fyrir ungmenni á Suðurlandi. „Við förum við leit að þeim og það er upplýst að þeir fara niður í Þykkvabæ. Þar eru þeir handteknir í og við útihús á sveitabæ, þeim ótengdum alveg, og færðir hér á lögreglustöð á Selfossi. Þeir eru allir ölvaðir og gistu hér í nótt,“ segir Oddur. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur segir að í dag verði skýrslur teknar af vitnum, þar á meðal starfsfólki vistheimilisins, og vettvangur rannsakaður. Eftir hádegi er gert ráð fyrir að ræða við ungu mennina sjálfa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu rannsakar lögregla nú meðal annars hvort piltarnir hafi ógnað starfsmönnum á vistheimilinu er þeir struku þaðan í gærkvöldi. Júlíus Már Baldursson íbúi í Þykkvabæ sagði í samtali við fréttastofu í nótt að hann hefði orðið var við aðgerðir lögreglu á svæðinu. Hann kvaðst hafa farið út þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir og séð þá tvo pilta fara inn í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu, sem kom stuttu síðar og handtók piltana.
Lögreglumál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl. 16. apríl 2020 01:38