„Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 09:00 Arna með dætrum sínum fjórum. „Pistillinn hefur fengið töluverð viðbrögð. Í raun mun meiri viðbrögð ég átti von á. Ég hef verið að ergja mig á þessum lögheimilisreglum frá árinu 2013 og ákvað núna aðeins að tjá mig um þetta málefni,“ segir Arna Pálsdóttir sem skrifaði pistilinn Hvað á ég mörg börn? á Vísi í gær og hefur pistillinn fengið mikil og góð viðbrögð. Þar kemur Arna inn á það að hún sé fjögurra barna tvífráskilin kona. Hún eignaðist fyrst tvær dætur með fyrri eiginmanni sínum og eru dæturnar með lögheimili hvor á sínum staðnum. Seinna meira kynntist Arna öðrum manni og eignast einnig tvær dætur með honum. Það saman gerðist í kjölfarið. Báðir foreldra fengu að hafa lögheimili hjá einni dóttur. Það var síðan þegar Arna var að gera skattaskýrsluna sína á dögunum þegar hún rakst á þá staðreynd að hún er aðeins skráð sem foreldri tveggja barna. Þetta fer fyrir brjóstið á henni og vill hún að börn geti átt lögheimili á tveimur stöðum. Arna segist vera í mjög góðum samskiptum við báða feður og sé heppin með það. „Viðbrögðin hafa öll verið á þá leið að fólk þakkar mér fyrir innleggið og tekur undir sjónarmiðin sem koma þar fram. Það er gott að fá viðbrögð og sjá að maður er ekki einn á sínum skoðunum. Þá vaknar von í hjarta um að núverandi fyrirkomulagi verði breytt fyrr en síðar.“ Kaffærir réttlætiskenndinni Hún segir að fyrst og fremst sé þetta prinsipp mál. „Það er engin taug sterkari en sú sem liggur á milli foreldris og barns. Að horfa á skattframtalið sitt þar sem það vantar nöfnin á tveimur af fjórum dætrum mínum algjörlega kaffærir réttlætiskennd minni. Staða okkar í samfélaginu og gagnvart hinu opinbera er stór partur af sjálfsmynd okkar. Það að maður þurfi að upplifa „afföll" á börnum sínum við skilnað er óásættanlegt. Skilnaði fylgja margar erfiðar ákvarðanir og margar erfiðar tilfinningar. Það er nógu erfitt að taka ákvörðun sem hefur áhrif á samverutíma þinn með börnunum þínum án þess að þurfa að horfa upp á hið opinbera draga fram stóran svartan tússpenna og byrja að krota yfir nöfnin þeirra í opinberum skrám.“ Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn í byrjun mánaðar. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Leggur ekki í þriðja skilnaðinn Frumvarpinu er ætlað að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barns og kjósa að ala það upp saman á tveimur heimilum. Frumvarpið er samt sem áður ekki orðið að lögum en Arna segist vera bjartsýn að eðlisfari. „Ég ætla að trúa því að þetta muni breytast. Hversu hratt og hversu vel er erfitt að segja til um á þessum tímapunkti. Frumvarp dómsmálaráðherra er svo sannarlega skref í rétta átt og verði það samþykkt er um að ræða mikla breytingu á því kerfi sem er við lýði í dag.“ Hún segir að miðað við viðbrögðin tengi margir við hennar vangaveltur. „Hlutfall hjónaskilnaða er það hátt að það verður að halda betur utan um allar tegundir fjölskyldna. Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt. Mörg hjónabönd enda með skilnaði, það hefur ekkert með hæfni foreldra að gera. Ég trúi því að við séum komin lengra en að finnast skilnaðir tabú og að fólk sem skilur með börn eigi bara að vera útí horni og skammast sín. Skilnaður er bara einn hluti af því sem gerir okkur mannleg. Ekki svo að skilja að ég ætli að leggja í þriðja.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Pistillinn hefur fengið töluverð viðbrögð. Í raun mun meiri viðbrögð ég átti von á. Ég hef verið að ergja mig á þessum lögheimilisreglum frá árinu 2013 og ákvað núna aðeins að tjá mig um þetta málefni,“ segir Arna Pálsdóttir sem skrifaði pistilinn Hvað á ég mörg börn? á Vísi í gær og hefur pistillinn fengið mikil og góð viðbrögð. Þar kemur Arna inn á það að hún sé fjögurra barna tvífráskilin kona. Hún eignaðist fyrst tvær dætur með fyrri eiginmanni sínum og eru dæturnar með lögheimili hvor á sínum staðnum. Seinna meira kynntist Arna öðrum manni og eignast einnig tvær dætur með honum. Það saman gerðist í kjölfarið. Báðir foreldra fengu að hafa lögheimili hjá einni dóttur. Það var síðan þegar Arna var að gera skattaskýrsluna sína á dögunum þegar hún rakst á þá staðreynd að hún er aðeins skráð sem foreldri tveggja barna. Þetta fer fyrir brjóstið á henni og vill hún að börn geti átt lögheimili á tveimur stöðum. Arna segist vera í mjög góðum samskiptum við báða feður og sé heppin með það. „Viðbrögðin hafa öll verið á þá leið að fólk þakkar mér fyrir innleggið og tekur undir sjónarmiðin sem koma þar fram. Það er gott að fá viðbrögð og sjá að maður er ekki einn á sínum skoðunum. Þá vaknar von í hjarta um að núverandi fyrirkomulagi verði breytt fyrr en síðar.“ Kaffærir réttlætiskenndinni Hún segir að fyrst og fremst sé þetta prinsipp mál. „Það er engin taug sterkari en sú sem liggur á milli foreldris og barns. Að horfa á skattframtalið sitt þar sem það vantar nöfnin á tveimur af fjórum dætrum mínum algjörlega kaffærir réttlætiskennd minni. Staða okkar í samfélaginu og gagnvart hinu opinbera er stór partur af sjálfsmynd okkar. Það að maður þurfi að upplifa „afföll" á börnum sínum við skilnað er óásættanlegt. Skilnaði fylgja margar erfiðar ákvarðanir og margar erfiðar tilfinningar. Það er nógu erfitt að taka ákvörðun sem hefur áhrif á samverutíma þinn með börnunum þínum án þess að þurfa að horfa upp á hið opinbera draga fram stóran svartan tússpenna og byrja að krota yfir nöfnin þeirra í opinberum skrám.“ Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn í byrjun mánaðar. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Leggur ekki í þriðja skilnaðinn Frumvarpinu er ætlað að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barns og kjósa að ala það upp saman á tveimur heimilum. Frumvarpið er samt sem áður ekki orðið að lögum en Arna segist vera bjartsýn að eðlisfari. „Ég ætla að trúa því að þetta muni breytast. Hversu hratt og hversu vel er erfitt að segja til um á þessum tímapunkti. Frumvarp dómsmálaráðherra er svo sannarlega skref í rétta átt og verði það samþykkt er um að ræða mikla breytingu á því kerfi sem er við lýði í dag.“ Hún segir að miðað við viðbrögðin tengi margir við hennar vangaveltur. „Hlutfall hjónaskilnaða er það hátt að það verður að halda betur utan um allar tegundir fjölskyldna. Kerfið eins og það er í dag er orðið gamalt og úrelt. Mörg hjónabönd enda með skilnaði, það hefur ekkert með hæfni foreldra að gera. Ég trúi því að við séum komin lengra en að finnast skilnaðir tabú og að fólk sem skilur með börn eigi bara að vera útí horni og skammast sín. Skilnaður er bara einn hluti af því sem gerir okkur mannleg. Ekki svo að skilja að ég ætli að leggja í þriðja.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Hvað á ég mörg börn? Hæ ég heiti Arna og ég er fráskilin – tvisvar! Það er óhætt að segja að mér hefur gengið betur með barneignir í lífinu heldur en með hjónabönd. 16. apríl 2020 10:00