Þrjú ný smit úr Verónavélinni Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 20:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“ Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05