Blikar bjartsýnir á að halda stærsta mótið Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 20:10 Símamótið er afar vinsælt en væntanlega fá stelpurnar ekki að koma saman í eins stórum og þéttum hópi og á þessari mynd. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
„Við stefnum ótrauð á það að halda mótið,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, um Símamótið sem Blikar halda árlega. Það er jafnan fjölmennasta krakkamót hvers fótboltasumars. Vegna aðgerða yfirvalda til að sporna við kórónuveirufaraldrinum hefur skapast óvissa um það hvort fjölmenn krakkamót í fótbolta geti farið fram í sumar. Í byrjun maí verða fyrstu skref tekin í því að aflétta samkomubanni en óljóst er hve lengi „tveggja metra reglan“ mun gilda og hve fjölmennar samkomur verða leyfðar í sumar. Eysteinn er þó bjartsýnn og segir Blika með lausnir í huga svo að hægt verði að fylgja öllum tilmælum: „Við þurfum að fara aðrar leiðir, hólfa þetta meira niður. Við erum heppin með það hér í Kópavogi að við höfum frábæra aðstöðu sem að bæjarfélagið hefur byggt upp og hugsum með okkur að fara líka með mótið að hluta til í Fagralundinn, þar sem við erum með stórt svæði, og jafnvel á fleiri svæði. Þannig hólfum við þetta niður til að verða við þessum tilmælum. Ég held að það ætti að vera hægt,“ sagði Eysteinn í Sportinu í dag. Breiðablik er með gríðarlega marga iðkendur í yngri flokkum og mun þurfa að skipta æfingahópum sínum upp og teikna upp ýmsar lausnir til að fara eftir tilmælum yfirvalda þegar æfingar verða leyfðar á nýjan leik 4. maí. Lið félagsins spila jafnan gríðarlega mikinn fjölda leikja á hverju sumri og Eysteinn segir ljóst að þeir gætu orðið færri á þessu tímabili: „Við erum náttúrulega með ótrúlega mikinn fjölda af leikjum og auðvitað hefur þetta áhrif. Auðvitað þarf hugsanlega eitthvað að fækka leikjum, það má vel vera. En aðstaðan er fyrir hendi og við erum með alveg ótrúlega marga velli, þannig að við ættum að geta komið þessu öllu fyrir. En sjálfsagt verður að fara með þetta eitthvað inn í haustið. Í meistaraflokkunum okkar erum við komin með heilsársvöll sem við vorum ekki með áður, og ættum alveg að geta ráðið við það.“ Klippa: Sportið í dag - Framkvæmdastjóri Breiðabliks um Símamótið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Kópavogur Breiðablik Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45