Spá hressilegri stýrivaxtalækkun á miðvikudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:46 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og aðrir í peningastefnunefnd ráða ráðum sínum í vikunni. vísir/vilhelm Hagfræðideild Landsbankans áætlar að stýrivextir verði lækkaðir um 1 prósentustig á miðvikudag. Þá gerir hún ráð fyrir að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmið í haust og verði orðinn 3,5 prósent í lok árs. Eftir það fari verðbólga aftur lækkandi. Greinendur eru á einu máli um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni ákveða að lækka stýrivexti á næsta fundi sínum, í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem kórónuveiran hefur valdið. Ákvörðunin verður kynnt á miðvikudagsmorgunn og telur fyrrnefnd hagfræðideild Landsbankans að hún muni fela í sér lækkun upp á 1 prósentustig. Eftir þrjár lækkanir á þessu ári upp á alls 1,25 prósentustig eru stýrivextir þegar í sögulegu lágmarki, standa nú í 1,75 prósentum. Mest hefur stýrinefndin ákveðið að lækka stýrivextina um hálft prósentustig í einu, sem hún gerði með viku millibili í mars. Verði spá hagfræðideildarinnar að veruleika er því ljóst að stýrivextir fara niður í 0,75 prósent og óþarft að taka fram að þeir hefðu aldrei verið lægri. Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëgasi Spáin þeirra gerir jafnframt ráð fyrir að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum, fari hæst í 3,5 prósent á þriðja fjórðungi. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári muni svo leiða til þess að verðbólga lækki niður í 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok árs. „Seðlabankinn getur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýstingi á næstu mánuðum vegna veikingar krónunnar. Þar hafa vaxtabreytingar engin áhrif. Eins er engin sérstök ástæða að viðhalda jákvæðum vaxtamun við útlönd við núverandi aðstæður af ótta við útstreymi fjármagns erlendra fjárfesta. Veglegur gjaldeyrisforði Seðlabankans getur auðveldlega mætt slíku útflæði ef það skyldi gera vart við sig.“ Hagspá hagfræðideildar Landsbankans má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans áætlar að stýrivextir verði lækkaðir um 1 prósentustig á miðvikudag. Þá gerir hún ráð fyrir að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmið í haust og verði orðinn 3,5 prósent í lok árs. Eftir það fari verðbólga aftur lækkandi. Greinendur eru á einu máli um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni ákveða að lækka stýrivexti á næsta fundi sínum, í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem kórónuveiran hefur valdið. Ákvörðunin verður kynnt á miðvikudagsmorgunn og telur fyrrnefnd hagfræðideild Landsbankans að hún muni fela í sér lækkun upp á 1 prósentustig. Eftir þrjár lækkanir á þessu ári upp á alls 1,25 prósentustig eru stýrivextir þegar í sögulegu lágmarki, standa nú í 1,75 prósentum. Mest hefur stýrinefndin ákveðið að lækka stýrivextina um hálft prósentustig í einu, sem hún gerði með viku millibili í mars. Verði spá hagfræðideildarinnar að veruleika er því ljóst að stýrivextir fara niður í 0,75 prósent og óþarft að taka fram að þeir hefðu aldrei verið lægri. Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëgasi Spáin þeirra gerir jafnframt ráð fyrir að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum, fari hæst í 3,5 prósent á þriðja fjórðungi. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári muni svo leiða til þess að verðbólga lækki niður í 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok árs. „Seðlabankinn getur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýstingi á næstu mánuðum vegna veikingar krónunnar. Þar hafa vaxtabreytingar engin áhrif. Eins er engin sérstök ástæða að viðhalda jákvæðum vaxtamun við útlönd við núverandi aðstæður af ótta við útstreymi fjármagns erlendra fjárfesta. Veglegur gjaldeyrisforði Seðlabankans getur auðveldlega mætt slíku útflæði ef það skyldi gera vart við sig.“ Hagspá hagfræðideildar Landsbankans má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira