Var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 17:17 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Einn þeirra tíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi eftir svokallað innanlandssmit var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist. Hann fór hins vegar inn á heimili þar sem hinir smituðu höfðu verið skömmu áður og er snertismit því langlíklegasta skýringin á því að viðkomandi smitaðist, það er að hann hafi snert fleti eða yfirborð á heimilinu sem voru sýktir af veirunni eftir að hinir smituðu komu þar inn. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir okkur bara hversu bráðsmitandi þessi veira er,“ segir Víðir. Smitleiðir kórónuveirunnar eru tvær, annars vegar snertismit og hins vegar dropasmit en snertismitið er algengari smitleiðin. Þess vegna leggja yfirvöld svo mikla áherslu á að almenningur þvoi sér nú extra vel um hendur og noti handspritt. „Þetta er langalgengasta smitleiðin, það er að þú snertir eitthvað sem veiran er á og berð það síðan upp í andlitið á þér í nefið eða munninn,“ segir Víðir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í það á upplýsingafundi í dag í samhengi við snertismitið hversu lengi veiran getur lifað á yfirborðsflötum. Hann sagði það vitað að veiran lifi í ákveðinn tíma á yfirborði hluta eins og allar veirur og bakteríur. Hversu lengi veirur lifa á yfirborðsflötum geti hins vegar verið breytilegt. „Það getur verið breytilegt eftir veirum og breytilegt eftir yfirborði hvort það er létt eða hrufótt eða hvort það er klæða eða tau eða eitthvað annað þvíumlíkt, breytilegt eftir hitastigi, eftir rakastigi. Þannig að þetta eru ansi víð mörk, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga sem veiran getur lifað. Þannig að það er algjörlega ljóst að einhver sem hefur farið óvarlega og mengað hluti, ef fólk kemur við þá hluti eftir nokkra klukkutíma og kannski sama daginn þá getur það borið smitið í sig,“ sagði Þórólfur. Eftirfarandi segir á vef landlæknis um það hvernig kórónuveiran smitast manna á milli: Hvað er vitað um smit manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Smitleið er snerti- og dropasmit, svipað og inflúensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Einn þeirra tíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi eftir svokallað innanlandssmit var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist. Hann fór hins vegar inn á heimili þar sem hinir smituðu höfðu verið skömmu áður og er snertismit því langlíklegasta skýringin á því að viðkomandi smitaðist, það er að hann hafi snert fleti eða yfirborð á heimilinu sem voru sýktir af veirunni eftir að hinir smituðu komu þar inn. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir okkur bara hversu bráðsmitandi þessi veira er,“ segir Víðir. Smitleiðir kórónuveirunnar eru tvær, annars vegar snertismit og hins vegar dropasmit en snertismitið er algengari smitleiðin. Þess vegna leggja yfirvöld svo mikla áherslu á að almenningur þvoi sér nú extra vel um hendur og noti handspritt. „Þetta er langalgengasta smitleiðin, það er að þú snertir eitthvað sem veiran er á og berð það síðan upp í andlitið á þér í nefið eða munninn,“ segir Víðir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í það á upplýsingafundi í dag í samhengi við snertismitið hversu lengi veiran getur lifað á yfirborðsflötum. Hann sagði það vitað að veiran lifi í ákveðinn tíma á yfirborði hluta eins og allar veirur og bakteríur. Hversu lengi veirur lifa á yfirborðsflötum geti hins vegar verið breytilegt. „Það getur verið breytilegt eftir veirum og breytilegt eftir yfirborði hvort það er létt eða hrufótt eða hvort það er klæða eða tau eða eitthvað annað þvíumlíkt, breytilegt eftir hitastigi, eftir rakastigi. Þannig að þetta eru ansi víð mörk, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga sem veiran getur lifað. Þannig að það er algjörlega ljóst að einhver sem hefur farið óvarlega og mengað hluti, ef fólk kemur við þá hluti eftir nokkra klukkutíma og kannski sama daginn þá getur það borið smitið í sig,“ sagði Þórólfur. Eftirfarandi segir á vef landlæknis um það hvernig kórónuveiran smitast manna á milli: Hvað er vitað um smit manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Smitleið er snerti- og dropasmit, svipað og inflúensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira