Um sex hundruð manns nú í sóttkví hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2020 13:31 Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra, í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að sex hundruð manns séu nú í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að upp hafi komið annað tilfelli um svokallað yfirborðssmit hér á landi og eru þau því alls tvö en sagt var frá því fyrsta í gær. Alls hefur verið greint frá 69 smitum hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali fréttamanns Stöðvar 2 ræddi við Víði í samhæfingarstöð almannavarna um hádegisbil í dag. Athygli er vakin á því að í viðtalinu segir Víðir að maður á níræðisaldri sé í sóttkví en leiðrétti síðar við fréttastofu að viðkomandi væri á áttræðisaldri, 76 ára. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað tiluppplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni. Enginn alvarlega veikur Víðir segir að enginn af hinum smituðu sé alvarlega veikur þó að einhverjir hafi fengið háan hita. Einhverjum hafi liðið illa, en ekki hefur þurft að flytja neinn á sjúkrahús. Víðir segir hættu á að innanlandssmitum muni fjölga samfara því að fólk sem hefur verið á hættusvæðum snúi aftur til landsins. „Jú, það er hætta á að einhver af þessum aðilum hafi verið komnir með einkenni og það er líka hætta á því að þeir hafi farið í vinnu. Þrátt fyrir að við erum alltaf að ráðleggja fólki, ef það er veikt að vera þá heima. En kannski hafa einkennin þá verið lítil.“ Um hundrað sýni á dag Alls hefur tekist að greina mest hundrað sýni á dag á Landspítalanum og er stefnt að því að vinna með Decode að greiningu og þannig auka afkastagetuna. Vonandi verði hægt að hefjast handa um helgina. Virðist sem að 10 til 12 prósent þeirra sem sýni er tekið af hafa greinst með smit. Hópurinn sem sýni sé tekið af sé hins vegar mjög afmarkaður. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að sex hundruð manns séu nú í sóttkví hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að upp hafi komið annað tilfelli um svokallað yfirborðssmit hér á landi og eru þau því alls tvö en sagt var frá því fyrsta í gær. Alls hefur verið greint frá 69 smitum hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali fréttamanns Stöðvar 2 ræddi við Víði í samhæfingarstöð almannavarna um hádegisbil í dag. Athygli er vakin á því að í viðtalinu segir Víðir að maður á níræðisaldri sé í sóttkví en leiðrétti síðar við fréttastofu að viðkomandi væri á áttræðisaldri, 76 ára. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað tiluppplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni. Enginn alvarlega veikur Víðir segir að enginn af hinum smituðu sé alvarlega veikur þó að einhverjir hafi fengið háan hita. Einhverjum hafi liðið illa, en ekki hefur þurft að flytja neinn á sjúkrahús. Víðir segir hættu á að innanlandssmitum muni fjölga samfara því að fólk sem hefur verið á hættusvæðum snúi aftur til landsins. „Jú, það er hætta á að einhver af þessum aðilum hafi verið komnir með einkenni og það er líka hætta á því að þeir hafi farið í vinnu. Þrátt fyrir að við erum alltaf að ráðleggja fólki, ef það er veikt að vera þá heima. En kannski hafa einkennin þá verið lítil.“ Um hundrað sýni á dag Alls hefur tekist að greina mest hundrað sýni á dag á Landspítalanum og er stefnt að því að vinna með Decode að greiningu og þannig auka afkastagetuna. Vonandi verði hægt að hefjast handa um helgina. Virðist sem að 10 til 12 prósent þeirra sem sýni er tekið af hafa greinst með smit. Hópurinn sem sýni sé tekið af sé hins vegar mjög afmarkaður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Fjögur ný tilfelli Fjögur ný tilfelli af Covid-19 sjúkdómnum, sem nýja kórónuveiran veldur, hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. 10. mars 2020 12:00