Telja Bretland ekki geta náð kolefnishlutleysi fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 16:01 Samtök eins og Útrýmingarbyltingin hafa krafist þess að kolefnishlutleysi Bretlands verði náð mun fyrr en árið 2050. Skýrsluhöfundar telja það óraunhæft. Vísir/EPA Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan. Loftslagsmál Bretland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan.
Loftslagsmál Bretland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira