Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hrund Þórsdóttir skrifar 10. mars 2020 16:55 Hulda segir ekki rétt að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, en nauðsynlegt sé að takmarka umgengni eins og er. Landspítalinn tilkynnti í dag að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga. „Mér skylst að spjallþræðir hafi logað, fólk er auðvitað ekkert ánægt með þetta,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Makar eru óánægðir að fá ekki að fylgja konunum sínum í sónar og við skiljum það. Þeir hafa hlakkað til þessara stunda og þeir veita konunum stuðning. En þessar aðstæður eru mjög óvenjulegar. Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun.“ Almennt heimsóknabann gildir á legudeildum spítalans, annars vegar til að vernda viðkvæma sem þar liggja inni og hins vegar til að minnka umgang og vernda þannig starfsemina og starfsfólkið. Eins og er eru 40 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og sex í einangrun. Kvennadeildir Landspítala hafa gripið til ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19.vísir/vilhelm „Það er ekkert plan B. Engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi.“ „Okkur finnst auðvitað afskaplega leiðinlegt að þurfa að grípa til þessara úrræða, en það væri líka rosalegt högg ef við misstum út einhverja starfsmenn vegna smits á þessum litlu deildum okkar. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ segir Hulda. Hún bendir á að víða á vinnustöðum sé verið að grípa til aðgerða, svo sem að skipta fólki upp eða aðskilja starfsstöðvar, en að engin slík ráð séu í boði á umræddum spítaladeildum. „Við höfum bara þessa einu starfsstöð. Þetta hefur gengið vel hingað til og fólk hefur almennt sýnt þessu skilning. Við vissum að þetta myndi eflaust mæta ákveðinni mótspyrnu og einhverjir yrðu reiðir en maður bara útskýrir af hverju við grípum til þessara ráða og vonandi stendur þetta ekki að eilífu. Þetta þýðir alls ekki að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, eins og einhverjir hafa sagt, en við neyðumst til að takmarka umgengnina eins og er.“ Allir sem eiga pantaða tíma á þessum deildum á morgun og framvegis fá sms um þessar nýju ráðstafanir svo fólk sé undir þær búið þegar það mætir. Einhverjir hafa reynt að stinga sér framhjá takmörkunum í dag. „Fólk reynir aðeins að tala okkur til en við erum fastar fyrir. Það er ekki hægt að leyfa sumum að koma inn, eitt verður að gilda fyrir alla,“ segir Hulda. „Auðvitað geta samt komið upp tilvik þar sem eitthvað alvarlegt er á seyði og þá verða makar eða aðrir aðstandendur að sjálfsögðu kallaðir til.“ Hulda segir engin frekari úrræði á dagskrá á þessum deildum eins og er. „Það er búið að biðla til starfsfólks að ferðast ekki til útlanda. Við ættum alls ekki að ferðast til hættusvæða og það er búið að fella niður allar námsferðir á vegum spítalans,“ segir hún. „Margir starfsmenn eru líka að takmarka umgengni sína úti í samfélaginu og fara ekki á stór mannamót. Við sýnum ábyrgð gagnvart okkar störfum, reynum að tryggja að við séum frísk og að það sé hægt að stóla á okkur.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Landspítalinn tilkynnti í dag að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga. „Mér skylst að spjallþræðir hafi logað, fólk er auðvitað ekkert ánægt með þetta,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Makar eru óánægðir að fá ekki að fylgja konunum sínum í sónar og við skiljum það. Þeir hafa hlakkað til þessara stunda og þeir veita konunum stuðning. En þessar aðstæður eru mjög óvenjulegar. Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun.“ Almennt heimsóknabann gildir á legudeildum spítalans, annars vegar til að vernda viðkvæma sem þar liggja inni og hins vegar til að minnka umgang og vernda þannig starfsemina og starfsfólkið. Eins og er eru 40 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og sex í einangrun. Kvennadeildir Landspítala hafa gripið til ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19.vísir/vilhelm „Það er ekkert plan B. Engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi.“ „Okkur finnst auðvitað afskaplega leiðinlegt að þurfa að grípa til þessara úrræða, en það væri líka rosalegt högg ef við misstum út einhverja starfsmenn vegna smits á þessum litlu deildum okkar. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ segir Hulda. Hún bendir á að víða á vinnustöðum sé verið að grípa til aðgerða, svo sem að skipta fólki upp eða aðskilja starfsstöðvar, en að engin slík ráð séu í boði á umræddum spítaladeildum. „Við höfum bara þessa einu starfsstöð. Þetta hefur gengið vel hingað til og fólk hefur almennt sýnt þessu skilning. Við vissum að þetta myndi eflaust mæta ákveðinni mótspyrnu og einhverjir yrðu reiðir en maður bara útskýrir af hverju við grípum til þessara ráða og vonandi stendur þetta ekki að eilífu. Þetta þýðir alls ekki að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, eins og einhverjir hafa sagt, en við neyðumst til að takmarka umgengnina eins og er.“ Allir sem eiga pantaða tíma á þessum deildum á morgun og framvegis fá sms um þessar nýju ráðstafanir svo fólk sé undir þær búið þegar það mætir. Einhverjir hafa reynt að stinga sér framhjá takmörkunum í dag. „Fólk reynir aðeins að tala okkur til en við erum fastar fyrir. Það er ekki hægt að leyfa sumum að koma inn, eitt verður að gilda fyrir alla,“ segir Hulda. „Auðvitað geta samt komið upp tilvik þar sem eitthvað alvarlegt er á seyði og þá verða makar eða aðrir aðstandendur að sjálfsögðu kallaðir til.“ Hulda segir engin frekari úrræði á dagskrá á þessum deildum eins og er. „Það er búið að biðla til starfsfólks að ferðast ekki til útlanda. Við ættum alls ekki að ferðast til hættusvæða og það er búið að fella niður allar námsferðir á vegum spítalans,“ segir hún. „Margir starfsmenn eru líka að takmarka umgengni sína úti í samfélaginu og fara ekki á stór mannamót. Við sýnum ábyrgð gagnvart okkar störfum, reynum að tryggja að við séum frísk og að það sé hægt að stóla á okkur.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50