22 dagar í Pepsi Max: Pétur Péturs bætti markametið í Keflavíkurbúningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:00 Úrklippa úr Tímanum frá 22. ágúst 1978 en þar sést Pétur Pétursson í Keflavíkurbúningnum. Hann setti nýtt markamet með því að skora tvö mörk undir lok leiksins. Skjámynd/Tíminn Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Pétur Pétursson skoraði 19 mörk í 17 leikjum með Skagamönnum sumarið 1978 og bætti þar með fimm ára met Hermanns Gunnarssonar. Hermann Gunnarsson hafði átt metið síðan 1973 þegar hann skoraði 17 mörk í 13 leikjum með Valsliðinu. Hermann skoraði þá nákvæmlega helming marka Valsmanna. Hermann hafði þá slegið tólf ára met KR-ingsins Þórólfs Beck sem skoraði 16 mörk sumarið 1961. Pétur jafnaði markamet Hermanns Gunnarssonar 12. ágúst með því að skora tvisvar á móti Víkingum í 5-0 sigri upp á Akranesi. Sjö dögum síðar átti Pétur markametið einn þegar hann skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli í útileik í Keflavík. Pétur var þá kominn með 19 mörk eftir fimmtán leiki en þessi leikur við Keflavík var í sextándu umferð. Pétur hafði misst af leik á móti Fram 10. júní vegna agabanns. Bæði mörk Péturs í Keflavík komu í blálokin en Keflavík var 2-0 yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. Pétur skoraði líka ekki mörkin í búningi ÍA heldur í gömlum Keflvíkurbúningi. Skagamenn gleymdu búningnum upp á Skaga og Keflvíkingar lánuðu þeim gamla búninga svo leikurinn gæti farið fram. Pétur átti þarna eftir tvo leiki sem voru á móti ÍBV á heimavelli og á móti Val á útivelli. Pétur fékk því 180 mínútur til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Pétur Pétursson skoraði 19 mörk í 17 leikjum með Skagamönnum sumarið 1978 og bætti þar með fimm ára met Hermanns Gunnarssonar. Hermann Gunnarsson hafði átt metið síðan 1973 þegar hann skoraði 17 mörk í 13 leikjum með Valsliðinu. Hermann skoraði þá nákvæmlega helming marka Valsmanna. Hermann hafði þá slegið tólf ára met KR-ingsins Þórólfs Beck sem skoraði 16 mörk sumarið 1961. Pétur jafnaði markamet Hermanns Gunnarssonar 12. ágúst með því að skora tvisvar á móti Víkingum í 5-0 sigri upp á Akranesi. Sjö dögum síðar átti Pétur markametið einn þegar hann skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli í útileik í Keflavík. Pétur var þá kominn með 19 mörk eftir fimmtán leiki en þessi leikur við Keflavík var í sextándu umferð. Pétur hafði misst af leik á móti Fram 10. júní vegna agabanns. Bæði mörk Péturs í Keflavík komu í blálokin en Keflavík var 2-0 yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. Pétur skoraði líka ekki mörkin í búningi ÍA heldur í gömlum Keflvíkurbúningi. Skagamenn gleymdu búningnum upp á Skaga og Keflvíkingar lánuðu þeim gamla búninga svo leikurinn gæti farið fram. Pétur átti þarna eftir tvo leiki sem voru á móti ÍBV á heimavelli og á móti Val á útivelli. Pétur fékk því 180 mínútur til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi
Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira