Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 11:02 Árni Sigurjónsson tók við sem formaður Samtaka iðnaðarins 30. apríl síðastliðinn. si Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira