Daði Freyr gefur út nýtt lag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 10:26 Daði (fyrir miðju) ásamt Gagnamagninu góða. Skjáskot Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það. Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri. Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir. Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok. Eurovision Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það. Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri. Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir. Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok.
Eurovision Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira