Daði Freyr gefur út nýtt lag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 10:26 Daði (fyrir miðju) ásamt Gagnamagninu góða. Skjáskot Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það. Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri. Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir. Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok. Eurovision Tónlist Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Daði Freyr Pétursson, höfuðpaurinn á bak við hljómsveitina Daði og Gagnamagnið, hefur gefið frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Where We Wanna Be og aðdáendur Daða þyrftu ekki að hlusta lengi á lagið áður en þeim yrði ljóst hvaðan lagið er komið. Með öðrum orðum: Það er Daða-vibe í laginu. Hér að neðan má hlusta á það. Daði Freyr hefði í síðustu viku átt að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram hefði farið í Rotterdam í Hollandi ef ekki hefði verið fyrir faraldur kórónuveirunnar. Margur Íslendingurinn er raunar á því að í ár hafi verið okkar ár, þar sem bókarar og aðrir veðmálasérfræðingar spáðu Íslandi sigri. Þá hafa Daði og Gagnamagnið hans, með lagið Think About Things, borið sigur úr býtum í nokkrum „litlum Eurovision-keppnum“ þátttökulanda. Keppnirnar virka þannig að öll lögin sem hefðu átt að keppa eru spiluð, og þjóðin sem á í hlut velur síðan sitt uppáhaldslag. Meðal þeirra þjóða sem völdu framlag Íslands sem sitt uppáhald eru Norðmenn, Danir og Ástralir. Ljóst er að lagið sem Daði hugðist halda með til Hollands hefur vakið talsverða athygli. Þegar þetta er skrifað er lagið með meira en tíu og hálfa milljón spilana á Spotify. Eins er tónlistarmyndbandið við lagið, sem sjá má hér að neðan, með rúmar átta milljónir spilana. Það hefur einnig verið notað ótal sinnum í myndböndum á hinu geysivinsæla samskiptaforriti TikTok.
Eurovision Tónlist Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira