Staðfest tilfelli kórónuveirunnar orðin 85 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:12 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi eru nú orðin 85 talsins. Fjögur ný smit hafa því bæst við í dag og tengjast þau öll skíðaferðum til útlanda. Þetta sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þessi smit sem voru að bætast við, þau eru öll tengd skíðaferðum erlendis. Nú erum við farin að sjá líka tilfelli sem eru að koma af skíðum í Sviss þannig að þessi ráðstöfun okkar að setja alla Alpana undir hættusvæði virðist hafa verið rétt. Síðan erum við auðvitað bara að rekja þessi smit núna og við erum með einstök tilfelli núna síðustu daga þar sem einstaklingar hafa verið í tengslum við mjög marga þannig að heildarfjöldi þeirra sem er kominn í sóttkví er kominn á sjöunda hundrað,“ sagði Víðir. Geturðu eitthvað gefið mér upp hvar þessir einstaklingar starfa sem hafa verið í sambandi við mjög marga? „Það er eins og til dæmis þetta dæmi sem var í umfjöllun í gær um að 50 nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð, það er ansi stór hópur sem tengjast einum einstaklingi og við erum með dæmi, ekki svo stór, en önnur svona þar sem tugir einstaklinga eru að tengjast. Þannig að þegar við erum farin að fá svona mörg smit inn þá stækkar hópurinn mjög hratt.“ Er einhver alvarlega veikur? „Það er enginn á spítala. Það eru einstaklingar heima sem er fylgst mjög vel með og við vitum af því að það eru einstaklingar sem hafa það ekkert sérstaklega gott. Þeir eru undir eftirliti og í stöðugum samskiptum við lækna og það er bara verið að meta hvort það sé einhver ástæða til að leggja þá inn en eins og staðan er, er enginn á sjúkrahúsi,“ sagði Víðir Reynisson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira