Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Hér er hann í því starfi í leik á móti Englandi. Getty/Mike Egerton Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins, blandaði sér í gær í umræðuna um þau orð sem Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum. Mikael Nikulásson talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Anna Björk Kristjánsdóttir, nýr leikmaður Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, væri á hærri launum en konur í fótbolta ættu að fá. Laun hennar væru hærri en margra í Pepsi Max-deild karla. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 Ummælin féllu í mjög grýttan jarðveg ekki síst hjá íslenskum landsliðskonum sem hafa gagnrýnt Mikael mikið á samfélagsmiðlum. Eiður Smári sagði svo sína skoðun á Twitter í gærkvöldi. Eiður Smári er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita https://t.co/loK9XPRS21— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 21, 2020 Vefsíðan Fótbolti.net sagði frá því að Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í gærkvöldi en hann eyddi síðar færslunni. Menn á Twitter misstu hins vegar ekki af henni og mynd af henni má sjá hér fyrir neðan. „Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en færsla hans fékk þó ekki að lifa mjög lengi. Eiður Smári virðist hafa ætlað að ná til Mikaels og Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, því hann setti líka myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins, blandaði sér í gær í umræðuna um þau orð sem Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum. Mikael Nikulásson talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Anna Björk Kristjánsdóttir, nýr leikmaður Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, væri á hærri launum en konur í fótbolta ættu að fá. Laun hennar væru hærri en margra í Pepsi Max-deild karla. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 Ummælin féllu í mjög grýttan jarðveg ekki síst hjá íslenskum landsliðskonum sem hafa gagnrýnt Mikael mikið á samfélagsmiðlum. Eiður Smári sagði svo sína skoðun á Twitter í gærkvöldi. Eiður Smári er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita https://t.co/loK9XPRS21— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 21, 2020 Vefsíðan Fótbolti.net sagði frá því að Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í gærkvöldi en hann eyddi síðar færslunni. Menn á Twitter misstu hins vegar ekki af henni og mynd af henni má sjá hér fyrir neðan. „Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en færsla hans fékk þó ekki að lifa mjög lengi. Eiður Smári virðist hafa ætlað að ná til Mikaels og Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, því hann setti líka myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira