Innlent

Flug­freyjur byrjaðar að funda og hlut­hafa­fundur yfir­vofandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Egill

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ) mættu til fundar á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut nú í morgun. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Fleiri slíkir fundir verða haldnir nú í dag en félagsmönnum hefur verið skipt í hópa vegna sóttvarnatakmarkana.

Talsverður hiti færðist í viðræður FFÍ og Icelandair í gærkvöldi eftir að Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sendi starfsfólki bréf, þar sem hann útlistaði síðasta tilboð sem félagið lagði fram í kjaradeilunni. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í kjölfarið að með bréfinu bryti Bogi lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

Ekki hefur farið fram formlegur samningafundur í deilunni síðan í byrjun vikunnar en þá hafnaði samninganefnd FFÍ áðurnefndu „lokatilboði“ Icelandair.

Hluthafafundur Icelandair verður haldinn klukkan fjögur í dag á Hilton Nordica-hótelinu, á sama stað og flugfreyjur funda nú. Bogi hefur lagt ríka áherslu á að samningar við flugstéttir náist fyrir hann en félagið hefur þegar samið við flugmenn og flugvirkja.


Tengdar fréttir

Sakar Boga um hræðsluáróður og hroka

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair gera sig sekan um að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“

Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður flugfreyjufélags Íslands segir það rangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×