Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 08:00 Mjaldrasysturnar sýna börnum sérstaka athylgi. Vísir/Jóhann K. Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira