Hiti gæti náð allt að 18 gráðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Suðausturlandi.
Gert er ráð fyrir norðan hvassviðri undir Vatnajökli fyrri hluta dagsins í dag og er gul veðurviðvörun í gildi fyrir Suðausturland til klukkan 13. Þá er búist við slyddu eða snjókomu á heiðum austast á landinu fram eftir degi og því verður færð ekki með besta móti á þeim slóðum.
Norðan og norðaustan til verða á bilinu 5-13 metrar á sekúndu. Bjart verður sunnan- og vestanlands, en skýjað og rigning eða slydda með köflum um landið norðaustanvert. Eftir hádegi dregur smám saman úr vindi og styttir upp norðaustanlands. Hiti á Suður- og Suðvesturlandi verður á bilinu 11-18 stig, en 2-8 á Norðaustur- og Austurlandi.
Veðurhorfur næstu daga, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:
Sunnudagur:
Suðaustan 10-18 m/s, hvassast vestantil. Víða rigning, talsverð sunnanlands, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Norðurlandi. Dregur úr úrkomu og lægir um kvöldið.
Mánudagur:
Sunnan og suðvestan 10-18. Rigning og hiti 6 til 11 stig, en þurrt að kalla norðaustanlands og hiti að 15 stigum.
Þriðjudagur:
Suðvestan 8-13 og skúrir, en rofar til um landið austanvert. Hiti 6 til 11 stig.
Miðvikudagur:
Sunnan 10-15 og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 7 til 12 stig.
Fimmtudagur:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Föstudagur:
Útlit fyrir suðvestanátt og skúrir, en þurrt og bjart veður austanlands.