Tvö sýni reyndust jákvæð fyrir kórónuveirunni úr skimun sem gerð var meðal leikmanna og annarra starfsmanna enskra úrvalsdeildarliða í vikunni. Í fyrri skimuninni reyndust sex jákvæð sýni og eru því minnst átta aðilar innan deildarinnar með veiruna.
Í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni í kvöld segir að 996 einstaklingar sem tengjast úrvalsdeildinni á einn eða annan hátt; leikmenn, þjálfarar eða aðrir úr teymum félaganna hafi verið prófaðir.
Two people from two Premier League clubs have tested positive for coronavirus after the second batch of testing.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 23, 2020
Ekki hefur verið greint frá nöfnum þeirra tveggja sem bættust nú í hóp smitaðra en hins vegar kemur fram að þeir séu úr sitthvoru félaginu og hafi nú verið sendir í viku einangrun.
Adrian Mariappa, leikmaður Watford, var eini leikmaðurinn sem reyndist smitaður í fyrri skimuninni en einnig voru tveir úr þjálfarateymi Watford með veiruna auk Ian Woran, aðstoðarþjálfara Burnley.