Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Sylvía Hall skrifar 23. maí 2020 22:32 Farþegaþotan brotlenti í miðju íbúðahverfi í Karachi. Vísir/Getty Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. Muhammad Zubair komst lífs af með minniháttar áverka, en alls voru 99 um borð. Þegar vélin gerði aðra tilraun til lendingar klukkan 14:30 að staðartíma í gær brotlenti hún skömmu síðar. Flugstjórinn hafði tilkynnt flugumferðarstjórn um tæknilega bilun og aðeins nokkrum sekúndum fyrir slysið sagði hann báða hreyflana vera í ólagi. Á vef BBC er haft eftir Zubair að vélin hafi brotlent um það til tíu til fimmtán mínútum eftir fyrstu tilraun til lendingar. Enginn hefði áttað sig á því að vélin væri að brotlenda þar sem allt virtist vera í lagi. Þegar hann komst aftur til meðvitundar eftir brotlendinguna segist hann hafa heyrt öskur úr öllum áttum. „Börn og fullorðnir. Eina sem ég sá var eldur. Ég gat ekki séð neitt fólk – ég heyrði bara öskrin.“ Hann losaði sætisbelti sitt og sá svo ljós sem hann ákvað að fylgja. Hann þurfti svo að stökkva niður úr þriggja metra hæð til að komast úr flakinu. Ekki er vitað hver tildrög slyssins voru en flugmálayfirvöld rannsaka nú brotlendinguna. Flugriti vélarinnar fannst í dag og er hann til rannsóknar. Talið er að aðeins tveir hafi komist lífs af. Pakistan Tengdar fréttir Tugir fórust í flugslysinu í Pakistan Að minnsta kosti þrjátíu og sjö fórust og enn fleiri er saknað eftir að pakistönsk farþegaflugvél brotlenti í íbúðahverfi í borginni Karachi í dag. Þremur hefur verið bjargað enn sem komið er, tveimur farþegum og einum íbúa hverfisins. 22. maí 2020 18:00 Flugvél hrapaði á íbúðahverfi í Pakistan Flugvél Pakistan International Airlines hefur hrapað til jarðar á íbúðasvæði nærri Jinnah alþjóðaflugvellinum í Karachi. 107 voru um borð. 22. maí 2020 10:27 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. Muhammad Zubair komst lífs af með minniháttar áverka, en alls voru 99 um borð. Þegar vélin gerði aðra tilraun til lendingar klukkan 14:30 að staðartíma í gær brotlenti hún skömmu síðar. Flugstjórinn hafði tilkynnt flugumferðarstjórn um tæknilega bilun og aðeins nokkrum sekúndum fyrir slysið sagði hann báða hreyflana vera í ólagi. Á vef BBC er haft eftir Zubair að vélin hafi brotlent um það til tíu til fimmtán mínútum eftir fyrstu tilraun til lendingar. Enginn hefði áttað sig á því að vélin væri að brotlenda þar sem allt virtist vera í lagi. Þegar hann komst aftur til meðvitundar eftir brotlendinguna segist hann hafa heyrt öskur úr öllum áttum. „Börn og fullorðnir. Eina sem ég sá var eldur. Ég gat ekki séð neitt fólk – ég heyrði bara öskrin.“ Hann losaði sætisbelti sitt og sá svo ljós sem hann ákvað að fylgja. Hann þurfti svo að stökkva niður úr þriggja metra hæð til að komast úr flakinu. Ekki er vitað hver tildrög slyssins voru en flugmálayfirvöld rannsaka nú brotlendinguna. Flugriti vélarinnar fannst í dag og er hann til rannsóknar. Talið er að aðeins tveir hafi komist lífs af.
Pakistan Tengdar fréttir Tugir fórust í flugslysinu í Pakistan Að minnsta kosti þrjátíu og sjö fórust og enn fleiri er saknað eftir að pakistönsk farþegaflugvél brotlenti í íbúðahverfi í borginni Karachi í dag. Þremur hefur verið bjargað enn sem komið er, tveimur farþegum og einum íbúa hverfisins. 22. maí 2020 18:00 Flugvél hrapaði á íbúðahverfi í Pakistan Flugvél Pakistan International Airlines hefur hrapað til jarðar á íbúðasvæði nærri Jinnah alþjóðaflugvellinum í Karachi. 107 voru um borð. 22. maí 2020 10:27 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Tugir fórust í flugslysinu í Pakistan Að minnsta kosti þrjátíu og sjö fórust og enn fleiri er saknað eftir að pakistönsk farþegaflugvél brotlenti í íbúðahverfi í borginni Karachi í dag. Þremur hefur verið bjargað enn sem komið er, tveimur farþegum og einum íbúa hverfisins. 22. maí 2020 18:00
Flugvél hrapaði á íbúðahverfi í Pakistan Flugvél Pakistan International Airlines hefur hrapað til jarðar á íbúðasvæði nærri Jinnah alþjóðaflugvellinum í Karachi. 107 voru um borð. 22. maí 2020 10:27