Sportpakkinn: Keflvíkingar unnu deildarmeistarana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 17:15 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti góðan leik fyrir Keflavík gegn Val. vísir/bára Keflavík vann nýkrýnda deildarmeistara Vals, 94-85, eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikina. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og í gærkvöldi var liðið mætt til Keflavíkur. Keflavík komst í 5-0 en Valur girti sig í brók og var með forystu eftir 1. leikhlutann, 27-18. Keflavík skoraði níu stig í röð og jafnaði í 31-31 en Valur var með sex stiga forystu í hálfleik, 45-39. Sami munur var fyrir lokafjórðunginn en Keflavík hleypti spennu í leikinn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði sex stig í röð og Keflavík náði forystu 75-73 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Kiana Johnson kom Val yfir á nýjan leik með þriggja stiga skoti þegar ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir. Kiana skoraði 14 stig, gaf tíustoðsendingar og tók níu fráköst. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig, Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 17 og Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Salbjörg Ragna hélt uppteknum hætti hún kom Keflavík yfir. Hún skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og fiskaði sex villur á Valskonur. Daniela Morillo var öflug í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Hún skoraði úr tveimur vítaskotum og Keflavík náði þriggja stiga forystu. Valur tapaði boltanum í næstu sókn en náði honum aftur og Sylvía Rún Hálfdanardóttir jafnaði með þriggja stiga skoti þegar 40 sekúndur voru eftir. 79-79 var staðan og hvorugu liðinu tókst að skora á þeim sekúndum sem eftir voru. Valskonur voru þá ansi nálægt því í blálokin en boltinn vildi ekki fara niður körfuhringinn. Í framlengingunni var Keflavík miklu sterkara og vann 94-85. Keflavík er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími sem tapaði fyrir KR. Þriggja stiga karfa Mathilde Colding-Poulsen í byrjun var í eina sinn sem bikarmeistarnir voru yfir gegn KR sem náði mest 24 stiga forystu. Sanja Orozovic var stigahæst, skoraði 21 stig fyrir KR auk þess að taka tólf fráköst. Danielle Rodriquez kom næst með 21 stig og tólf fráköst. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik, skoraði ellefu stig og tók jafnmörg fráköst. Keira Brennan var stigahæst hjá Skallagrími með 16 stig. KR vann alla fjóra leikina gegn Skallagrími í deildinni en tapaði fyrir Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum. KR er fjórum stigum á undan Keflavík í 2. sætinu. Óvænt úrslit urðu í Smáranum í Kópavogi þegar Breiðablik vann Hauka, 75-67. Haukar, sem eiga í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím um að komast í úrslitakeppnina, höfðu forystu lengst af. Staðan var jöfn um miðjan síðasta fjórðunginn en þá tók Breiðablik öll völd á vellinum. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og tók 14 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti mjög góðan leik, skoraði tólf stig og tók 13 fráköst. Randi Brown skoraði 36 stig fyrir Hauka og tók 13 stig. Haukar eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími og fjórum á eftir Keflavík. Snæfell hafði forystu allan tímann gegn Grindavík og vann 79-65, mestur varð munurinn 23 stig. Emese Veda skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell en Bríet Sif Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík, skoraði 21 stig og þær Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Tania Pierre-Marie 15 stig hvor. Snæfell er í 6. sæti með 12 stig en Grindavík er í neðsta sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar skelltu Valsmönnum Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09 Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Keflavík vann nýkrýnda deildarmeistara Vals, 94-85, eftir framlengingu í Domino's deild kvenna í gær. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikina. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og í gærkvöldi var liðið mætt til Keflavíkur. Keflavík komst í 5-0 en Valur girti sig í brók og var með forystu eftir 1. leikhlutann, 27-18. Keflavík skoraði níu stig í röð og jafnaði í 31-31 en Valur var með sex stiga forystu í hálfleik, 45-39. Sami munur var fyrir lokafjórðunginn en Keflavík hleypti spennu í leikinn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði sex stig í röð og Keflavík náði forystu 75-73 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Kiana Johnson kom Val yfir á nýjan leik með þriggja stiga skoti þegar ein mínúta og 47 sekúndur voru eftir. Kiana skoraði 14 stig, gaf tíustoðsendingar og tók níu fráköst. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst hjá Val með 20 stig, Dagbjört Samúelsdóttir skoraði 17 og Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. Salbjörg Ragna hélt uppteknum hætti hún kom Keflavík yfir. Hún skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og fiskaði sex villur á Valskonur. Daniela Morillo var öflug í liði Keflavíkur, skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Hún skoraði úr tveimur vítaskotum og Keflavík náði þriggja stiga forystu. Valur tapaði boltanum í næstu sókn en náði honum aftur og Sylvía Rún Hálfdanardóttir jafnaði með þriggja stiga skoti þegar 40 sekúndur voru eftir. 79-79 var staðan og hvorugu liðinu tókst að skora á þeim sekúndum sem eftir voru. Valskonur voru þá ansi nálægt því í blálokin en boltinn vildi ekki fara niður körfuhringinn. Í framlengingunni var Keflavík miklu sterkara og vann 94-85. Keflavík er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími sem tapaði fyrir KR. Þriggja stiga karfa Mathilde Colding-Poulsen í byrjun var í eina sinn sem bikarmeistarnir voru yfir gegn KR sem náði mest 24 stiga forystu. Sanja Orozovic var stigahæst, skoraði 21 stig fyrir KR auk þess að taka tólf fráköst. Danielle Rodriquez kom næst með 21 stig og tólf fráköst. Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik, skoraði ellefu stig og tók jafnmörg fráköst. Keira Brennan var stigahæst hjá Skallagrími með 16 stig. KR vann alla fjóra leikina gegn Skallagrími í deildinni en tapaði fyrir Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum. KR er fjórum stigum á undan Keflavík í 2. sætinu. Óvænt úrslit urðu í Smáranum í Kópavogi þegar Breiðablik vann Hauka, 75-67. Haukar, sem eiga í harðri baráttu við Keflavík og Skallagrím um að komast í úrslitakeppnina, höfðu forystu lengst af. Staðan var jöfn um miðjan síðasta fjórðunginn en þá tók Breiðablik öll völd á vellinum. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og tók 14 fráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir átti mjög góðan leik, skoraði tólf stig og tók 13 fráköst. Randi Brown skoraði 36 stig fyrir Hauka og tók 13 stig. Haukar eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Skallagrími og fjórum á eftir Keflavík. Snæfell hafði forystu allan tímann gegn Grindavík og vann 79-65, mestur varð munurinn 23 stig. Emese Veda skoraði 16 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell en Bríet Sif Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík, skoraði 21 stig og þær Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Tania Pierre-Marie 15 stig hvor. Snæfell er í 6. sæti með 12 stig en Grindavík er í neðsta sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Breiðabliki. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar skelltu Valsmönnum
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09 Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Haukar köstuðu frá sér mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppni Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67. 11. mars 2020 20:09
Umfjöllun og viðtöl: KR - Skallagrímur 65-50 | KR-ingar hefndu fyrir ófarirnar í bikarúrslitunum KR tapaði fyrir Skallagrími í úrslitum Geysisbikars kvenna í síðasta mánuði og náði fram hefndum í dag. 11. mars 2020 21:00