Nú gæti kórónuveiran líka tekið EM sætið frá íslenska fótboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 08:30 Ísland á enn möguleika á að vera með á EM 2020 en það gæti breyst á neyðarfundi UEFA í næstu viku. vísir/daníel Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu. EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Kórónuveiran ógnar öllum íþróttaviðburðum í heiminum og þar á meðal er Evrópumótið í knattspyrnu í sumar þar sem okkur Íslendinga dreymir enn um að vera þátttakendur. Tuttugu þjóðir hafa tryggt sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar og fjögur sæti eru enn laus. Fjögur umspil áttu að skera út um það hvert þeir farseðlar fara og áttu að fara fram í lok þessa mánaðar. Nú er umspilið í uppnámi sem og öll knattspyrnumót á vegum UEFA. Euro 2020 on verge of being postponed to 2021 or cancelled altogether due to coronavirus crisis | @ben_rumsby https://t.co/yCQ2h6pmz7— Telegraph Football (@TeleFootball) March 12, 2020 Erlendir fréttamiðlar sögðu frá því í gær að Knattspyrnusamband Evrópu ætli að halda neyðarfund með öllum landssamböndum sínum og fulltrúum allra deilda og keppna á þriðjudaginn til að leita að lausnum til að klára keppnistímabilið og finna stað fyrir Evrópumótið. Mestar líkur voru sagðar á því að Evrópumótinu yrði frestað um eitt ár og með því yrði til tími í vor og sumar til að klára keppnir sem eru í gangi, hvort sem það eru deildirnar heima fyrir eða Evrópukeppnirnar. Það eru samt aðrar leiðir sem koma til greina eins og kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu. Uefa will hold an emergency meeting on Tuesday and will discuss the possibility of postponing Euro 2020 by one year. More: https://t.co/VuZ0QMlKSI pic.twitter.com/SsSeorjpBX— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Breska ríkisútvarpið segir frá því í frétt sinni um neyðarfundinn að það komi líka til greina að fresta umspilsleikjunum fram í júní en líka að sleppa þeim alveg og vera bara með tuttugu þjóða Evrópumót. Það er samt ekki líklegt að það verði mjög vinsælt á fundinum þar sem sextán þjóðir taka þátt í umspilinu og með því væri verið að taka frá þeim EM drauminn og gríðarlega mikla peninga. Knattspyrnusamband Evrópu er samt að setja það í forgang að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina og háværustu raddirnar eru að svo að það sé möguleiki sé eina leiðin að færa EM yfir á næsta sumar. Uefa to consider postponing Euro 2020 until next summer over coronavirus @ed_aarons https://t.co/aEo7pntYWS— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 EM á að fara fram í sumar frá 12. júní til 12. júlí en svo má ekki gleyma því að næsta sumar fer fram Evrópumót kvenna frá 11. júlí til 1. ágúst. UEFA gæti vissulega aflýst Evrópumótinu í heilu lagi en það er mjög ólíkleg niðurstaða enda myndi það þýða gríðarlegt tekjutap fyrir sambandið sem er með miklar skuldbindingar því tengdu.
EM 2020 í fótbolta Wuhan-veiran Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira