Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 14:54 Breskir heilbrigðisstarfsmenn fá þjálfun í notkun hlífðarbúnaðar. AP/Jon Super Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. Sérfræðingur segir Bretland eitt þeirra ríkja sem komu hvað verst út úr fyrstu bylgju smita af Covid-19 en að hátindinum hafi líklegast verið náð. Yfirvöld Bretlands ætla sér að auka skimun fyrir nýju kórónuveirunni töluvert á næstunni meðal opinberra starfsmanna eins og lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og starfsmanna fangelsa Bretlands. Undanfarið hafa próf að mestu verið framkvæmd á breskum heilbrigðisstarfsmönnum. Mest getur ríkið framkvæmt um 38 þúsund próf á dag en þau voru einungis 21.328 á síðasta sólarhring. As of 9am 17 April, 438,991 tests have concluded, with 21,328 tests on 16 April. 341,551 people have been tested of which 108,692 tested positive. As of 5pm on 16 April, of those hospitalised in the UK who tested positive for coronavirus, 14,576 have sadly died. pic.twitter.com/BkOC0O9EUy— Department of Health and Social Care (@DHSCgovuk) April 17, 2020 Sérfræðingur sem Reuters fréttaveitan ræddi við segir hægt að lesa tvennt út úr gögnunum eins og þau eru í dag. Í fyrsta lagi virðist sem að Bretland hafi orðið sérstaklega illa fyrir fyrstu bylgju smita Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Hitt er að svo virðist sem að hátindinum sé náð. Yfirvöld muni þrátt fyrir það tilkynna hundruð dauðsfalla á degi hverjum á næstunni en þau muni fækka. Það muni þó gerast hægt í fyrstu. Hámarkið var þann 9. apríl þegar 980 dauðsföll voru tilkynnt. Tölur yfirvalda ná enn sem komið er bara yfir þá sem deyja á sjúkrahúsum og ekki þá sem deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hunsa dauðsföll eldri borgara og standa ekki vörð um þá. BBC segir hundruð dauðsfalla vera ótalin. Sjá einnig: Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Prófessorinn Anthony Costello sagði á fjarfundi heilbrigðismálanefndar breska þingsins að Bretar hafi verið of lengi að bregðast við útbreiðslu veirunnar og það útskýri að hluta til hve margiri hafi dáið í Bretlandi. Hann vísaði til spálíkana og sagði að þegar faraldurinn væri yfirstaðinn gætu 40 þúsund manns hafa dáið. Hann varaði þar að auki við því að dreifingin gæti náð stökki aftur seinna og ríkið þyrfti að koma upp góðu kerfi til að greina smit víðsvegar um landið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. Sérfræðingur segir Bretland eitt þeirra ríkja sem komu hvað verst út úr fyrstu bylgju smita af Covid-19 en að hátindinum hafi líklegast verið náð. Yfirvöld Bretlands ætla sér að auka skimun fyrir nýju kórónuveirunni töluvert á næstunni meðal opinberra starfsmanna eins og lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og starfsmanna fangelsa Bretlands. Undanfarið hafa próf að mestu verið framkvæmd á breskum heilbrigðisstarfsmönnum. Mest getur ríkið framkvæmt um 38 þúsund próf á dag en þau voru einungis 21.328 á síðasta sólarhring. As of 9am 17 April, 438,991 tests have concluded, with 21,328 tests on 16 April. 341,551 people have been tested of which 108,692 tested positive. As of 5pm on 16 April, of those hospitalised in the UK who tested positive for coronavirus, 14,576 have sadly died. pic.twitter.com/BkOC0O9EUy— Department of Health and Social Care (@DHSCgovuk) April 17, 2020 Sérfræðingur sem Reuters fréttaveitan ræddi við segir hægt að lesa tvennt út úr gögnunum eins og þau eru í dag. Í fyrsta lagi virðist sem að Bretland hafi orðið sérstaklega illa fyrir fyrstu bylgju smita Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Hitt er að svo virðist sem að hátindinum sé náð. Yfirvöld muni þrátt fyrir það tilkynna hundruð dauðsfalla á degi hverjum á næstunni en þau muni fækka. Það muni þó gerast hægt í fyrstu. Hámarkið var þann 9. apríl þegar 980 dauðsföll voru tilkynnt. Tölur yfirvalda ná enn sem komið er bara yfir þá sem deyja á sjúkrahúsum og ekki þá sem deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hunsa dauðsföll eldri borgara og standa ekki vörð um þá. BBC segir hundruð dauðsfalla vera ótalin. Sjá einnig: Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Prófessorinn Anthony Costello sagði á fjarfundi heilbrigðismálanefndar breska þingsins að Bretar hafi verið of lengi að bregðast við útbreiðslu veirunnar og það útskýri að hluta til hve margiri hafi dáið í Bretlandi. Hann vísaði til spálíkana og sagði að þegar faraldurinn væri yfirstaðinn gætu 40 þúsund manns hafa dáið. Hann varaði þar að auki við því að dreifingin gæti náð stökki aftur seinna og ríkið þyrfti að koma upp góðu kerfi til að greina smit víðsvegar um landið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira