Hafþór trylltur vegna myndbandsins hans Eddie Hall og segist vera hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 08:30 Arnold Schwarzenegger afhendir Hafþóri Júlíusi Björnssyni verðlaunin fyrir sigurinn í Arnold Strongman Classic mótinu. Getty/Frank Jansky Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór. Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Sjá meira
Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina. Það er óhætt að segja að Hafþór Júlíus hafi verið bálreiður í spjallinu enda þarna í fyrsta sinn að bregðast við útspili Eddie Hall á dögunum. Þeir Hafþór og Eddie Hall eru ekki miklir vinir og ætla að gera út um sín mál í hnefaleikahring í Las Vegas á næsta ári eins og frægt er. Hafþór hefur alltaf verið mjög ósáttur með það hvernig Eddie Hall tókst að vinna hann með einu stigi í keppninni um sterkasta mann heims árið 2017. Hafþór sakaði Eddie Hall og einn dómara keppninnar um svindl. ??? 'That was just the last straw for me, that BS video. Those motherf*****s went too far and I m done with this'Hafthor Bjornsson has seemingly RETIRED from competing at World's Strongest Man! ??https://t.co/7CY6Qt0b90— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 24, 2020 Eddie Hall með hjálp Giants Live svaraði því á dögunum með því að birta myndband unnið af Giants Live þar sem hann taldi sig sanna að það að hann hafi unnið titilinn heiðarlega og ef einhver hafði svindlað þá hafi það verið Hafþór. Yfir þrjár milljónir horfðu á þetta „Exposed!“ myndband Eddie Hall og það var allt annað en gott fyrir málstað Hafþórs Júlíusar sem hafði rétt áður stolið athygli heimsins með því að lyfta 501 kílói í réttstöðulyftu og taka heimsmetið af Eddie Hall. "Those motherf*****s went too far and I'm done with this.'The Mountain' has finally issued an emotional response to Eddie Hall's 'Exposed' video. https://t.co/AWYwNyzhPy pic.twitter.com/saah2mfJ9D— SPORTbible (@sportbible) May 24, 2020 „Ég er alveg búinn að fá nóg,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í netspjalli Twitch. „Ég mun aldrei á ævinni keppa aftur á vegum Giants Live, aldrei. Ég mun líklega aldrei keppa um titilinn Sterkasta mann heims aftur. Ég er líklega hættur,“ sagði Hafþór. „Þetta var síðasta stráið, þetta fáránlega myndband og það að Giants Live birti það á sínum miðlum. Þetta var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Hafþór. „Þessi andskotans vitleysingur fór of langt og ég er hættur þessu,“ sagði Hafþór allt annað en sáttur. „Ég keppi ekki hjá þessum gæjum aftur. Ég mun kannski keppa á Arnold mótinu [Strongman Classic] en aldrei aftur á móti á vegum Giants Live,“ sagði Hafþór.
Kraftlyftingar Box Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Sjá meira