Var í beinni þegar jarðskjálftinn reið yfir Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2020 08:08 Ardern horfir upp í loft þinghússins á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Skjáskot Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands var í sjónvarpsviðtali í beinni útsendingu í Wellington, höfuðborg landsins, þegar jarðskjálfti að stærð 5,8 reið yfir nærri borginni. Ardern var mætt til viðtals í morgunþættinum AM á nýsjálensku sjónvarpsstöðinni Newshub snemma á mánudagsmorgun. Hún var ekki í sjónvarpssal heldur stödd í þinghúsinu í Wellington þegar allt lék skyndilega á reiðiskjálfi. „Það er dálítill jarðskjálfti hérna, Ryan,“ sagði Ardern þá og ávarpaði þar Ryan Bridge, stjórnanda þáttarins. „Nokkuð stór skjálfti.“ Þó að hún fyndi greinilega vel fyrir jarðskjálftanum hélt Ardern ró sinni allan tímann og brosti framan í myndavélina. Skjálftinn varði aðeins í nokkrar sekúndur og að honum loknum fullvissaði hún Bridge um að allt væri í lagi og að viðtalið gæti haldið áfram. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Upptök skjálftans voru um 30 kílómetra norðvestur af borginni Levin, sem staðsett er nærri höfuðborginni. Þrír eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, allir tæplega 4 að stærð. Lítið sem ekkert tjón virðist hafa orðið af skjálftanum og þá hafa heldur engar fréttir borist af slysum á fólki. Jarðskjálftar eru tíðir á Nýja-Sjálandi. Stórir jarðskjálftar ollu gríðarlegri eyðileggingu í landinu árin 2010 og 2011. Alls létust 185 í skjálftunum tveimur. Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 5,8 á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, nú í kvöld. 24. maí 2020 21:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands var í sjónvarpsviðtali í beinni útsendingu í Wellington, höfuðborg landsins, þegar jarðskjálfti að stærð 5,8 reið yfir nærri borginni. Ardern var mætt til viðtals í morgunþættinum AM á nýsjálensku sjónvarpsstöðinni Newshub snemma á mánudagsmorgun. Hún var ekki í sjónvarpssal heldur stödd í þinghúsinu í Wellington þegar allt lék skyndilega á reiðiskjálfi. „Það er dálítill jarðskjálfti hérna, Ryan,“ sagði Ardern þá og ávarpaði þar Ryan Bridge, stjórnanda þáttarins. „Nokkuð stór skjálfti.“ Þó að hún fyndi greinilega vel fyrir jarðskjálftanum hélt Ardern ró sinni allan tímann og brosti framan í myndavélina. Skjálftinn varði aðeins í nokkrar sekúndur og að honum loknum fullvissaði hún Bridge um að allt væri í lagi og að viðtalið gæti haldið áfram. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Upptök skjálftans voru um 30 kílómetra norðvestur af borginni Levin, sem staðsett er nærri höfuðborginni. Þrír eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, allir tæplega 4 að stærð. Lítið sem ekkert tjón virðist hafa orðið af skjálftanum og þá hafa heldur engar fréttir borist af slysum á fólki. Jarðskjálftar eru tíðir á Nýja-Sjálandi. Stórir jarðskjálftar ollu gríðarlegri eyðileggingu í landinu árin 2010 og 2011. Alls létust 185 í skjálftunum tveimur.
Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Jarðskjálfti af stærð 5,8 á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, nú í kvöld. 24. maí 2020 21:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Jarðskjálfti af stærð 5,8 á Nýja Sjálandi Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, nú í kvöld. 24. maí 2020 21:52