Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2020 14:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag benti Þórólfur á að það væri brot á sóttvarnalögum að mæta í sýnatöku á þeim tíma sem maður ætti að vera í sóttkví. Þá sagði Þórólfur jafnframt að neikvætt sýni sem tekið væri hjá einstakling í sóttkví gæti veitt falskt öryggi, það er að segja ef einstaklingur í sóttkví fer í sýnatöku, fær neikvætt út úr prófinu og fer úr sóttkví þá þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki með veiruna. Einstaklingurinn gæti nefnilega verið smitaður án þess að veiran greinist akkúrat á þeim tímapunkti heldur komi jákvætt út úr sýnatöku síðar. „Þannig að ég vil eindregið vara við þessu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Þórólfur aðspurður um áreiðanleika prófanna sem notuð eru til þess að greina veiruna að þau væru mjög áreiðanleg og í raun bestu próf sem til eru fyrir svona sýnatöku og greiningu. „Prófin eru mjög áreiðanleg, það má ekki rugla þessu saman. Við höfum ekkert betra próf. Þetta PCR-próf sem leitar að kjarnasýru veirunnar er áreiðanlegasta próf sem til er almennt séð. Það er áreiðanlegra og nær fleirum en ræktun til dæmis þannig að þetta er besta próf sem við höfum. Það að prófið sé neikvætt en viðkomandi sjálfur sé sýktur segir ekki til um gæði prófsins. Það segir bara til um hegðun veirunnar í einstaklingnum þegar hann er smitaður. Einstaklingur sem er smitaður, hann er með veiruna, en hún er bara ekki í nefinu og hún er ekki búin að fjölga sér þannig að prófið greini hana,“ sagði Þórólfur. Þegar einstaklingurinn sé hins vegar orðinn veikur og kominn langt inn í meðgöngutíma þá verður prófið jákvætt vegna þess að það er svo mikið af veirunni til staðar að hún finnst. „Þannig að menn eru að rugla þessu svolítið saman, næmi prófsins sé ekki meira en 70 prósent, þá eru menn algjörlega að rugla saman hugtökum. Þegar maður reiknar út næmi þá þarf maður að meta eina rannsóknaraðferð við aðra rannsóknaaðferð. Og besta rannsóknaaðferð til að meta sýnarannsóknaaðferð við er PCR-prófið þannig að við höfum ekkert betra próf til að miða við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Íslensk erfðagreining Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira