Danir loka landinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 18:21 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/Getty Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá verða samgöngur á láði og legi lagðar niður, ýmist alfarið eða að hluta. Lokunin gildir til og með 13. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og annarra ráðamanna nú rétt í þessu. Áfram verða flutt inn matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur á meðan lokuninni stendur. Þá verður öllum sem ekki hafa „lögmæta ástæðu“ til að ferðast til Danmerkur meinaður aðgangur að landinu. Þeim sem búa eða starfa í Danmörku, eiga í mikilvægum viðskiptum eða þurfa að heimsækja alvarlega veik skyldmenni verður þannig hleypt inn í landið. Allir danskir ríkisborgarar munu jafnframt eiga þess kost að snúa heim. Almennar heimsóknir til Danmerkur, jafnvel til fjölskyldu sem þar kynni að vera búsett, teljast hins vegar ekki lögmætar ástæður, að sögn Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Búast má við að hermenn gæti landamæranna næstu vikur. Þá sagði Frederiksen Dani nú standa frammi fyrir nýrri áskorun en hún væri viss um að þjóðin kæmist saman í gegnum hina erfiðu tíma. Yfirvöld réðu Dönum í dag frá öllum ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda til og með 13. apríl. Þá eru allir Danir sem staddir eru erlendis hvattir til að snúa heim til Danmerkur eins fljótt og kostur er. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Danmörku 27. febrúar. Nú hafa 788 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest þar í landi en enginn hefur látist úr veirunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá verða samgöngur á láði og legi lagðar niður, ýmist alfarið eða að hluta. Lokunin gildir til og með 13. apríl næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og annarra ráðamanna nú rétt í þessu. Áfram verða flutt inn matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur á meðan lokuninni stendur. Þá verður öllum sem ekki hafa „lögmæta ástæðu“ til að ferðast til Danmerkur meinaður aðgangur að landinu. Þeim sem búa eða starfa í Danmörku, eiga í mikilvægum viðskiptum eða þurfa að heimsækja alvarlega veik skyldmenni verður þannig hleypt inn í landið. Allir danskir ríkisborgarar munu jafnframt eiga þess kost að snúa heim. Almennar heimsóknir til Danmerkur, jafnvel til fjölskyldu sem þar kynni að vera búsett, teljast hins vegar ekki lögmætar ástæður, að sögn Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra. Búast má við að hermenn gæti landamæranna næstu vikur. Þá sagði Frederiksen Dani nú standa frammi fyrir nýrri áskorun en hún væri viss um að þjóðin kæmist saman í gegnum hina erfiðu tíma. Yfirvöld réðu Dönum í dag frá öllum ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda til og með 13. apríl. Þá eru allir Danir sem staddir eru erlendis hvattir til að snúa heim til Danmerkur eins fljótt og kostur er. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Danmörku 27. febrúar. Nú hafa 788 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest þar í landi en enginn hefur látist úr veirunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03
Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38