Fótbolti

Rúrik fær ekki að æfa eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik hefur leikið þrettán deildarleiki með Sandhausen á þessu tímabili.
Rúrik hefur leikið þrettán deildarleiki með Sandhausen á þessu tímabili. getty/Peter Steffen

Rúrik Gíslason fær ekki að æfa með félagsliði sínu, Sandhausen í Þýskalandi, eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun.

Þetta kom fram í hlaðvarpinu Dr. Football í dag. Mbl.is greinir einnig frá og hefur heimildir fyrir því að Rúrik megi ekki æfa með Sandhausen. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um málið við mbl.is.

Rúrik hefur ekki verið í leikmannahópi Sandhausen í tveimur fyrstu leikjum liðsins eftir að keppni hófst á ný. Sandhausen gerði markalaust jafntefli við Regensburg á laugardaginn.

Rúrik hefur leikið með Sandhausen frá því í janúar 2018. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Sandhausen er í 14. sæti þýsku B-deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×