„Hvaða gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 21:00 Guðni í viðtalinu á Bylgjunni í dag. Vísir/Kristófer Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og skítkasts. Hann hafi hitt mótframbjóðanda sinn til forseta, Guðmund Franklín Jónsson, nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær. Þá hafi farið ansi vel á með þeim. Þetta sagði Guðni í ítarlegu viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um framboð sitt og síðustu fjögur ár á Bessastöðum en hann sækist eftir endurkjöri í embættið. Guðmundur Franklín er sá eini sem skilaði einnig inn framboði til dómsmálaráðuneytisins áður en framboðsfresturinn rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag. Honum hefur verið tíðrætt um málskotsréttinn og að forseti Íslands þurfi að vera öryggisventill sem geti stoppað ólög. Guðni sé ekki sá öryggisventill fyrir þjóðina. Guðni var spurður að því í Reykjavík síðdegis hvort fólk gæti treyst því að hann væri öryggisventill á Bessastöðum. „Já, það getur treyst því að berist mér áskoranir sem hafa þá vigt sem þarf þá láti ég til mín taka. Þetta sagði ég í forsetakjöri 2016 og þá sagði ég líka við eigum að fá í stjórnarskrá okkar ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu tiltekins fjölda kjósenda. Það á ekki að vera þannig að geðþótti jafnvel forseta ráði því hvort þessi réttur er virkjaður eða ekki,“ sagði Guðni. Miklu skynsamlegra væri, líkt og flest eða öll forsetaefni sögðu 2016, að fá í stjórnarskrá ákvæði um þjóðaratkvæði að kröfu tilskilins fjölda kjósenda. Aðspurður hvort honum og Guðmundi Franklín kæmi vel saman svaraði Guðni: „Við höfum hist nokkrum sinnum á lífsleiðinni og nú síðast í gær og fór bara ansi vel á með okkur. Ég þykist vita að Íslendingar vilji kosningabaráttu án illinda og án skítkasts og því er það auðvitað þannig að þeir sem gegna störfum á opinberum vettvangi verða að hafa þykkan skráp.“ Hefurðu hann? „Ekki alltaf, nei. En ég vil líka ekki hafa of þykkan skráp. Hvað gagn er í því að hafa þykkan skráp þegar maður vill sýna tilfinningar sínar?“ Þá sagði Guðni það fara eftir því úr hvaða átt skítkastið kæmi hvort það stingi. „Oftast er það nú þannig að maður frekar vorkennir þeim sem láta þannig en að maður fari að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Guðni en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Reykjavík síðdegis Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira