Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Everton á móti Cardiff City at Goodison Park í November 2018. Getty/Clive Brunskill/ Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira