Ásökunum um „siðspillt“ líferni rignir yfir fyrirsætu sem lést í flugslysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2020 08:54 Zara Abid var farsæl fyrirsæta, sem pakistanskur tískuheimur minnist með hlýju. Instagram Pakistönsk fyrirsæta, sem talin er hafa farist í flugslysi í Pakistan í síðustu viku, sætir nú eftir andlátið miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Reikningum hennar á hinum ýmsum miðlum hefur verið lokað eftir að nettröll úr íhaldssömu samfélagi pakistanskra múslima létu rigna yfir hana ásökunum um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Fyrirsætan hét Zara Abid og var 28 ára. Samkvæmt farþegaskrá og frásögnum vina hennar var hún um borð í farþegaþotu flugfélagsins Pakistan International Airlines sem hrapaði í pakistönsku borginni Karachi á föstudag. Alls voru 99 um borð og fórust allir, utan tvo menn sem verið hafa til frásagnar um slysið. Fyrstu fregnir hermdu að Abid hefði komist lífs af úr slysinu. Bróðir hennar sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þrábað netverja að hætta að dreifa „falsfréttum“ af slysinu. Abid átti að baki afar farsælan feril sem fyrirsæta í heimalandi sínu og starfaði fyrir nokkur stærstu fatamerki Pakistan á meðan hún lifði. Þá var hún valin „besta kvenfyrirsætan“ á hinni pakistönsku Hum Style-verðlaunahátíð í janúar síðastliðnum. Þegar fréttir tóku að berast af því að Abid hefði verið um borð í flugvélinni sem hrapaði á föstudag birtu íhaldssamir öfgamenn athugasemdir í hundruðatali við færslur hennar á samfélagsmiðlum. Þeir drógu trúrækni Abid, sem var íslamstrúar, í efa og sökuðu hana um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Athugasemdirnar voru einkum skrifaðar við myndir af Abid klæddri í fatnað sem telst efnislítill í Pakistan. Umrædd nettröll endurbirtu jafnframt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og fordæmdu „siðlausa“ hegðun Abid. you on the other hand have done an excellent job of showing your brain part to all of us https://t.co/uiE41uhqHg— Mira Sethi (@sethimirajee) May 23, 2020 Konur eiga víða erfitt uppdráttar í Pakistan, í það minnsta þeim hluta samfélagsins sem fylgir íhaldssömustu gildum íslamstrúar. Þar er lögð áhersla á að konur hylji sig og hafi sig lítið frammi. Abid lifði þó og hrærðist í frjálslegra samfélagi fyrirsæta, hönnuða og leikara, sem mörg hver minntust hennar með hlýju og söknuði á samfélagsmiðlum. Pakistan Tengdar fréttir Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32 97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Pakistönsk fyrirsæta, sem talin er hafa farist í flugslysi í Pakistan í síðustu viku, sætir nú eftir andlátið miklu aðkasti á samfélagsmiðlum. Reikningum hennar á hinum ýmsum miðlum hefur verið lokað eftir að nettröll úr íhaldssömu samfélagi pakistanskra múslima létu rigna yfir hana ásökunum um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Fyrirsætan hét Zara Abid og var 28 ára. Samkvæmt farþegaskrá og frásögnum vina hennar var hún um borð í farþegaþotu flugfélagsins Pakistan International Airlines sem hrapaði í pakistönsku borginni Karachi á föstudag. Alls voru 99 um borð og fórust allir, utan tvo menn sem verið hafa til frásagnar um slysið. Fyrstu fregnir hermdu að Abid hefði komist lífs af úr slysinu. Bróðir hennar sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þrábað netverja að hætta að dreifa „falsfréttum“ af slysinu. Abid átti að baki afar farsælan feril sem fyrirsæta í heimalandi sínu og starfaði fyrir nokkur stærstu fatamerki Pakistan á meðan hún lifði. Þá var hún valin „besta kvenfyrirsætan“ á hinni pakistönsku Hum Style-verðlaunahátíð í janúar síðastliðnum. Þegar fréttir tóku að berast af því að Abid hefði verið um borð í flugvélinni sem hrapaði á föstudag birtu íhaldssamir öfgamenn athugasemdir í hundruðatali við færslur hennar á samfélagsmiðlum. Þeir drógu trúrækni Abid, sem var íslamstrúar, í efa og sökuðu hana um að hafa lifað „siðspilltu“ lífi. Athugasemdirnar voru einkum skrifaðar við myndir af Abid klæddri í fatnað sem telst efnislítill í Pakistan. Umrædd nettröll endurbirtu jafnframt slíkar myndir á samfélagsmiðlum og fordæmdu „siðlausa“ hegðun Abid. you on the other hand have done an excellent job of showing your brain part to all of us https://t.co/uiE41uhqHg— Mira Sethi (@sethimirajee) May 23, 2020 Konur eiga víða erfitt uppdráttar í Pakistan, í það minnsta þeim hluta samfélagsins sem fylgir íhaldssömustu gildum íslamstrúar. Þar er lögð áhersla á að konur hylji sig og hafi sig lítið frammi. Abid lifði þó og hrærðist í frjálslegra samfélagi fyrirsæta, hönnuða og leikara, sem mörg hver minntust hennar með hlýju og söknuði á samfélagsmiðlum.
Pakistan Tengdar fréttir Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32 97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Lifði af flugslysið í Pakistan: „Ég heyrði bara öskrin“ Annar þeirra tveggja sem komst lífs af úr flugslysi í pakistönsku borginni Karachi í gær segist aðeins hafa séð eld eftir að vélin brotlendi. 23. maí 2020 22:32
97 létust í flugslysinu Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið. 23. maí 2020 17:38
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“